Verkefni kynslóðanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. september 2018 07:00 Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030, sem forsætisráðherra og sex aðrir ráðherrar kynntu í gær, mun vafalaust marka viss þáttaskil í málaflokknum á Íslandi. Þörf var á metnaðarfullri áætlun sem tekur af allan vafa um að yfirvöld hér á landi hafi vilja og getu til að horfast í augu við breytta tíma. Aðgerðaáætlunin ber vitni um þennan metnað og gefur tóninn fyrir þau krefjandi verkefni sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og almenningur þurfa að takast á við á næstu áratugum. Áætlunin byggir bæði á áformum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 og á skuldbindingum landsins gagnvart alþjóðlegum samþykktum sem þjóðir heims hafa sameinast um. Áform ríkisstjórnarinnar eru tiltekin í 34 atriðum sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti. Markmiðin eru einföld og skýr, en í framkvæmd útheimta þau margþætt og flókið átak. Átak sem krefst þess að við horfum lengra en fjögur ár fram í tímann, átak sem er dauðadæmt án vilja til að styðja við nýsköpun og framfarir í vísindum. Þetta er átak sem þarfnast bæði efnahagslegra hvata og aukinnar vitundar um óseðjandi neyslu okkar. Verkefni þetta er okkar kynslóðar að móta og ýta úr vör, þeirrar næstu að halda á lofti og framfylgja, og afkomenda þeirra að bæta og efla, á sama tíma og þau takast á við afleiðingar losunar okkar og forvera okkar. Í aðgerðaáætluninni er að finna vísi að þessu mikla kynslóðaverkefni sem felst í því að stemma stigu við losun. Og sem upphafspunktur á slíkri vegferð er hún til fyrirmyndar. Hins vegar er engin þjóð eyland í loftslagsmálum. Núverandi og yfirvofandi breytingar á veðurfari plánetunnar þekkja engin landamæri. Á næstu áratugum verður það ekki umflúið að aðlagast loftslagsbreytingum og hér á landi hefur ekki verið unnin heildstæð stefnumótun um slíka aðlögun. Slíkt þarf að gera sem fyrst, ekki aðeins vegna óvissu um áhrif loftslagsbreytinga á mikilvæga innviði landsins, heldur einnig vegna þess að samlegðaráhrif aðlögunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda geta verið mikil. Um miðbik þessarar aldar munu allir jarðarbúar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ýmist beint eða óbeint. Fátækustu þjóðirnar munu finna mest fyrir áhrifunum, einmitt þjóðirnar sem minnsta ábyrgð bera á losuninni. Það verður aldrei nóg að einblína á áskoranir sem rúmast innan tiltekinna landamæra. Okkur ber siðferðileg skylda til að aðstoða þau sem ekki geta verndað sig fyrir loftslagsbreytingum. Og það er ekki síður mikilvægt verkefni kynslóðanna en markmið um minni losun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030, sem forsætisráðherra og sex aðrir ráðherrar kynntu í gær, mun vafalaust marka viss þáttaskil í málaflokknum á Íslandi. Þörf var á metnaðarfullri áætlun sem tekur af allan vafa um að yfirvöld hér á landi hafi vilja og getu til að horfast í augu við breytta tíma. Aðgerðaáætlunin ber vitni um þennan metnað og gefur tóninn fyrir þau krefjandi verkefni sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og almenningur þurfa að takast á við á næstu áratugum. Áætlunin byggir bæði á áformum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 og á skuldbindingum landsins gagnvart alþjóðlegum samþykktum sem þjóðir heims hafa sameinast um. Áform ríkisstjórnarinnar eru tiltekin í 34 atriðum sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti. Markmiðin eru einföld og skýr, en í framkvæmd útheimta þau margþætt og flókið átak. Átak sem krefst þess að við horfum lengra en fjögur ár fram í tímann, átak sem er dauðadæmt án vilja til að styðja við nýsköpun og framfarir í vísindum. Þetta er átak sem þarfnast bæði efnahagslegra hvata og aukinnar vitundar um óseðjandi neyslu okkar. Verkefni þetta er okkar kynslóðar að móta og ýta úr vör, þeirrar næstu að halda á lofti og framfylgja, og afkomenda þeirra að bæta og efla, á sama tíma og þau takast á við afleiðingar losunar okkar og forvera okkar. Í aðgerðaáætluninni er að finna vísi að þessu mikla kynslóðaverkefni sem felst í því að stemma stigu við losun. Og sem upphafspunktur á slíkri vegferð er hún til fyrirmyndar. Hins vegar er engin þjóð eyland í loftslagsmálum. Núverandi og yfirvofandi breytingar á veðurfari plánetunnar þekkja engin landamæri. Á næstu áratugum verður það ekki umflúið að aðlagast loftslagsbreytingum og hér á landi hefur ekki verið unnin heildstæð stefnumótun um slíka aðlögun. Slíkt þarf að gera sem fyrst, ekki aðeins vegna óvissu um áhrif loftslagsbreytinga á mikilvæga innviði landsins, heldur einnig vegna þess að samlegðaráhrif aðlögunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda geta verið mikil. Um miðbik þessarar aldar munu allir jarðarbúar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ýmist beint eða óbeint. Fátækustu þjóðirnar munu finna mest fyrir áhrifunum, einmitt þjóðirnar sem minnsta ábyrgð bera á losuninni. Það verður aldrei nóg að einblína á áskoranir sem rúmast innan tiltekinna landamæra. Okkur ber siðferðileg skylda til að aðstoða þau sem ekki geta verndað sig fyrir loftslagsbreytingum. Og það er ekki síður mikilvægt verkefni kynslóðanna en markmið um minni losun.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun