Nicki Minaj svarar fyrir sig og segir Cardi B vera „ógeðslegt svín“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 21:15 Nicki Minaj og Cardi B virðast ekki vera miklar vinkonur Vísir/Getty Söngkonurnar Nicki Minaj og Cardi B virðist ekki hafa grafið stríðsöxina ef marka má ummæli sem Minaj lét falla í útvarpsþætti sínum fyrr í dag. Fór hún afar hörðum orðum um kollega sinn og sagði hana meðal annars vera „ógeðslegt svín“.Stöllurnar tvær hafa eldað saman grátt silfur um nokkra hríð en upp úr sauð um helgina þegar þær voru staddar á tískuvikunni í New York. Gaf Cardi sig á tal við Minaj ogsakaði Cardi hana um að hafa dreyft lygum um sig.Myndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum. Cardi tjáði sig um atburðinn á Instagram þar sme hún fór hörðum orðum um Minaj,án þess þó að nefna hana á nafn.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) September 8, 2018Sagði Cardi bera ábyrgð á árásum á konur Minaj opnaði sig um deilurnar í útvarpsþætti hennar sem ber nafnið Queen. Þar þvertók hún fyrir að hafa sagt eitthvað um dóttur Cardi og sagði að slíkt myndi hún aldrei gera því að hún væri ekki „trúður“. Sagði hún að skammaðist sín mjög fyrir að hafa verið þátttakandi í orðaskiptunum á tískuvikunni en bætti við að hún gæti ekki tjáð sig mikið um hvað gerðist af lagalegum ástæðum, sem þykir benda til þess að Minaj muni fara í mál við Cardi. Þá sakaði hún Cardi um að standa fyrir árásum á konum vegna meintra tengsla þeirra við eiginmann hennar, Offset. „Þú lætur berja konur vegna þess hvað maðurinn þinn er að gera. Af hverju ertu svona reið, elskan? Þessar konur eru grátandi og hræddar um að yfirgefa heimili sín vegna þín,“ sagði Minaj. Nánar má lesa um ummæli Minaj á vef Vulture og Pitchfork. Tengdar fréttir Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Það sauð upp úr á milli rapparanna á tískuvikunni í gærkvöld, en þær hafa löngum eldað grátt silfur. 8. september 2018 10:32 Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. 9. september 2018 13:42 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Söngkonurnar Nicki Minaj og Cardi B virðist ekki hafa grafið stríðsöxina ef marka má ummæli sem Minaj lét falla í útvarpsþætti sínum fyrr í dag. Fór hún afar hörðum orðum um kollega sinn og sagði hana meðal annars vera „ógeðslegt svín“.Stöllurnar tvær hafa eldað saman grátt silfur um nokkra hríð en upp úr sauð um helgina þegar þær voru staddar á tískuvikunni í New York. Gaf Cardi sig á tal við Minaj ogsakaði Cardi hana um að hafa dreyft lygum um sig.Myndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum. Cardi tjáði sig um atburðinn á Instagram þar sme hún fór hörðum orðum um Minaj,án þess þó að nefna hana á nafn.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) September 8, 2018Sagði Cardi bera ábyrgð á árásum á konur Minaj opnaði sig um deilurnar í útvarpsþætti hennar sem ber nafnið Queen. Þar þvertók hún fyrir að hafa sagt eitthvað um dóttur Cardi og sagði að slíkt myndi hún aldrei gera því að hún væri ekki „trúður“. Sagði hún að skammaðist sín mjög fyrir að hafa verið þátttakandi í orðaskiptunum á tískuvikunni en bætti við að hún gæti ekki tjáð sig mikið um hvað gerðist af lagalegum ástæðum, sem þykir benda til þess að Minaj muni fara í mál við Cardi. Þá sakaði hún Cardi um að standa fyrir árásum á konum vegna meintra tengsla þeirra við eiginmann hennar, Offset. „Þú lætur berja konur vegna þess hvað maðurinn þinn er að gera. Af hverju ertu svona reið, elskan? Þessar konur eru grátandi og hræddar um að yfirgefa heimili sín vegna þín,“ sagði Minaj. Nánar má lesa um ummæli Minaj á vef Vulture og Pitchfork.
Tengdar fréttir Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Það sauð upp úr á milli rapparanna á tískuvikunni í gærkvöld, en þær hafa löngum eldað grátt silfur. 8. september 2018 10:32 Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. 9. september 2018 13:42 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Það sauð upp úr á milli rapparanna á tískuvikunni í gærkvöld, en þær hafa löngum eldað grátt silfur. 8. september 2018 10:32
Nicki ætlar ekki að kæra Cardi B Nicki Minaj ætlar ekki að kæra Cardi B fyrir atvik sem átti sér stað á Harper's Bazaar viðburði á tískuvikunni í New York. 9. september 2018 13:42