Kínaheimsókn utanríkisráðherra lýkur í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2018 09:30 Fjögurra daga opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Kína líkur í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá. Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lýkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína og um helgina hitti hann einnig aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra þar sem undirritaðir voru nokkrir samningar. „Þegar við gerðum fríverslunarsamninginn við Kína þá voru hins vegar nokkrir hlutir sem að stóðu útaf sem ekki hafa verið kláraðir og við erum að vinna að því að klára það og eitt af því snýr að sölu á lambakjöti en það þurfti að ganga frá heilbrigðisvottorði fyrir þá vöru og það var klárað,” sagði Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu um helgina. Íslenskir lambakjötsframleiðendur geti þegar notið góðs af þessu að sögn ráðherra. „Það er mjög stórt skref að við séum búin að klára þetta varðandi lambakjötið. Við þekkjum það að við erum að selja á hverju ári nokkur hundruð tonn af lambakjöti til Japan, það er sömuleiðis góður markaður og vonandi munum við geta nýtt þessi tækifæri sem að þessi samningur býður upp á,” segir Guðlaugur Þór. Þá voru einnig undirritaðar bókanir um samstarf á sviði jarðvarma og netviðskipta. „Það snýr auðvitað ekki bara að því að auðvelda Kínverjum að selja okkur, þetta snýr líka að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur á kínverskan markað í gegnum þær leiðir,” segir Guðlaugur Þór. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardaginn var ranglega fullyrt að einnig hafi verið undirritað bókanir við fríverslunarsamning er lúta að viðskiptum með fiskimjöl, lýsi, eldisfisk. Hið rétta er að það stendur til en er ófrágengið enn þá.
Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira