Það var vel við hæfi að Breiðablik kvaddi einn besta grasvöll landsins undanfarin ár með 4-0 sigri á KA í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Í sumar var tekin svo ákvörðun um að Breiðablik myndi spila á gervigrasi á næstu leiktíð til þess að nýta mannvirkið betur.
Það hefur ekki farið vel í alla Blika og var Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri Kópavogsvallar, til margra ára með sorgarband í dag.
Ber sorgarband í dag þar sem um seinasta heimaleik Blika á grasi á Kópavogsvelli. Þá verður einnig mínútu þögn fyrir leikinn #fotboltinet pic.twitter.com/wwV1GGLiO6
— magnus bodvarsson (@zicknut) September 29, 2018