Vg vill vita hvernig baklandið liggur Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2018 16:58 Stjórn Vg vill vita hvort félagar í hreyfingunni séu ekki enn jafn ánægðir og áður með þær Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur. visir/vilhelm „Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak. Stj.mál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak.
Stj.mál Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira