Flugvélin strax framleigð og aldrei í notkun hér á landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 13:11 Farþegum og áhöfn var siglt í land á bátum. Vísir/AP Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er. Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er.
Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58
Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32