36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 12:44 Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Vísir/Jói K Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna. Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna.
Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira