Sögulegt tækifæri – Ný lög um þjónustu við fatlað fólk Rúnar Björn Herrera og Sigurjón Unnar Sveinsson skrifar 28. september 2018 07:00 Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi taka gildi ný lög um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Oft er rætt um að í þeim sé þjónusta sem kallast NPA innleidd sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk og jafnvel eru nýju lögin í heild sinni oft kölluð NPA-lögin, en í því birtist raunar almenn vanþekking á meginefni laganna. Nýju lögin fjalla um talsvert meira en innleiðingu NPA hérlendis. Þau eru afurð heildarendurskoðunar á lögum um fatlað fólk og hluti af innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Markmið samningsins er m.a. að allt fatlað fólk njóti allra réttinda til jafns við aðra. Markmiðið er t.d. að tryggja sjálfræði alls fatlaðs fólks, á öllum sviðum. Þjónusta sú sem nefnd er í lögunum er nauðsynleg til að ná markmiðum samningsins. Í lögunum kemur beinlínis fram að SRFF skuli fylgt við framkvæmd þeirra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögunum takist strax vel til við þá framkvæmd. Lögin fela m.a. í sér að nú þarf að fara í gang heildarendurskoðun á allri þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk því í nýju lögunum eru ýmsar uppfærslur og nálgun sveitarfélaga verður m.a. að vera sú að tryggja jafnræði allra til samfélagsþátttöku og sjálfstæðs lífs. Ein af breytingunum sem fylgja lögunum er afnám hugtaka sem þykja úrelt og fylgja augljóslega ekki markmiðum og hugmyndafræði SRFF. Hugtökin liðveisla og frekari liðveisla hafa m.a. verið afnumin úr lögunum og eiga ekki að vera grundvöllur framkvæmdar hjá sveitarfélögunum. Jafnframt verður að teljast ólíklegt að sveitarfélög komist áfram upp með að takmarka hefðbundna þjónustu við eins fáa tíma og þau hafa gert eða við tiltekið húsnæði eins og þau hafa því miður gert hingað til. Í lögunum kemur einnig fram að fötluðu fólki skuli standa til boða stoðþjónusta til þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og að komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta er mjög víðtæk þjónusta við fatlað fólk sem m.a. á að uppfylla þarfir þess til sjálfstæðs heimilishalds, samfélagslegrar þátttöku, hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, sérhæfðrar ráðgjafar, félagslegs stuðnings, félagslegs samneytis, ástundunar tómstunda og menningarlífs. Einnig er tekið fram að stoðþjónusta taki mið af þörfum fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna. Jafnframt kemur fram í lögunum að þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun, ásamt þjónustu við fjölskyldur þeirra skuli vera nauðsynlegur hluti af stoðþjónustu. Lögin fela í sér tækifæri sem kemur væntanlega ekki aftur, tækifæri til þess að færa alla þjónustu í nútímalegt form þar sem markmiðið verður að tryggja raunverulegt jafnræði fólks til samfélagslegrar þátttöku og sjálfstæðs lífs. Nálgun sveitarfélaga verður þar með að vera allt önnur en sú sem þróast hefur síðustu ár. Við hjá málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf munum vera vakandi fyrir framkvæmd sveitarfélaga næstu mánuði og grípa til viðeigandi ráðstafana ef sveitarfélögin fara á mis við hið sögulega tækifæri sem þeim er veitt með nýrri löggjöf.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun