Ólga í Umhyggju Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 17:00 Ragna K. Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún vildi ekki tjá sig um afsögn stjórnarmeðlima. Fréttablaðið/Stefán Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið. Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira