Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2018 06:30 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49