Lífið

Stjörnufans á forsýningu á Suður-ameríska draumnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fullur salur á forsýningunni.
Fullur salur á forsýningunni.
Fyrsti þátturinn af Suður-ameríska draumnum var forsýndur í Kringlubíói í hádeginu í dag.

Fjölmenni var á sýningunni og voru viðbrögðin við þættinum heldur betur góð en salurinn sprakk hreinlega úr hlátri oft og tíðum.

Ljósmyndarinn Valtýr Bjarki Valtýsson var á svæðinu og fangaði stemmninguna eins og sjá má hér að neðan.

Fyrsti þáttur Suður-ameríska draumsins er á dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi föstudagskvöld.

Hér að neðan má sjá enn fleiri myndir frá frumsýningunni.

Herra Hnetusmjör lét sig ekki vanta.Visir/valtýr
Kristján Óli Sigurðsson, Hörður Snævar og Auðunn Blöndal.Visir/valtýr
Steiney Skúladóttir, Gunnar Helgason og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir mættu á svæðið.
Jóhanna Margrét Gísladóttir, Eva Georgsdóttir og Hugrún Halldórsdóttir voru á svæðinu.Vísir/valtýr
Bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson sprunu úr hlátri inni í sal .Vísir/valtýr
Strákarnir héldu smá ræðu fyrir sýninguna.Vísir/valtýr
Áhorfendur skemmtu sér vel.Vísir/valtýr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.