Staðreyndir um veiðigjald Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. september 2018 07:00 Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun