Samningur um skimun fyrir krabbameini framlengdur Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2018 14:44 Frá undirritun samningsins. Skrifað var undir sjöundu framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga Íslands við Krabbameinsfélag Ísland í dag um skipulagða leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Félagið sinnir skimun fyrir stjórnvöld í þeim tilgangi að draga úr sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. Þjónustusamningurinn byggir á ítarlegri kröfulýsingu um þjónustuna. Með undirrituninni varð Krabbameinsfélagið við ósk velferðarráðuneytisins um framlengingu samningsins til loka árs 2019. Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi og veitt til hennar miklu fé. Rekstrarumhverfi skimunarinnar hefur hins vegar í langan tíma verið afar erfitt einkum vegna skammtímasamninga sem hafa gert ákvarðanatöku erfiða og vegna þess að fjárveitingar ríkisins til verkefnisins hafa ekki dugað til. Frá árinu 2013 hafa skammtímasamningar verið gerðir, allt niður í þrjá mánuði í einu. Þá hefur heilbrigðisráðherra að undanförnu einnig lýst vilja til breytinga á fyrirkomulagi skimana en bíður tillagna nýskipaðs skimunarráðs. Í tilkynningu vegna undirritunar samningsins kemur fram að óvissa hafi ríkt um skimunina og þess vegna var hafi verið boðað til aukaaðalfundar Krabbameinsfélagsins þann 16. september síðastliðinn. Fyrir fundinum lá yfirlýsing velferðarráðuneytisins um að styrkja félagið um 50 milljónir á þessu ári vegna uppsafnaðs halla á leitarstarfinu og aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Styrkurinn kom með þeim skilyrðum að félagið samþykkti að sinna leitarstarfinu á sama hátt og hingað til, út árið 2019. Á fundinum var ákveðið að félagið samþykkti umrædda framlengingu. Til að tryggja áframhaldandi gæði skimunarinnar og aðgengi almennings að þessari mikilvægu þjónustu samþykkti félagið einnig að veita til hennar allt að 75 milljónum á þessu ári og því næsta, til viðbótar við styrk ráðuneytisins. Krabbameinsfélag Íslands segist hafa alla burði til að sinna áfram skipulagðri skimun fyrir krabbameinum með þjónustusamningi og skýrum kröfulýsingum. Forsendur þess að halda henni áfram eru hins vegar að samið verði um verkefnið til lengri tíma í einu og að yfirvöld fjármagni verkefnið að fullu. Mikilvægt sé að ætla góðan tíma til undirbúnings ef breyta á fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum vegna mikilvægis verkefnisins og vanda þurfi til verka. Krabbameinsfélagið vill gera sitt til að dýpka umræðuna um skimun til að tryggja að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi verði til þess að hámarka árangur og gæði skimaninna. Krabbameinsfélagið mun á næstunni óska eftir viðræðum við stjórnvöld um hugmyndir sínar að fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum til framtíðar. Hugmyndirnar byggjast á þeim grundvallarsjónarmiðum að við skipulag skimunar verði hagsmunir almennings að vera í forgrunni og að skipulag og stjórnun skimunarinnar, allt frá boðun til uppgjörs, sé eitt órjúfanleg ferli. Félagið hvetur konur ennfremur til að taka þátt í skimun og fækka þannig dauðsföllum vegna brjósta- og leghálskrabbameina. Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Skrifað var undir sjöundu framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga Íslands við Krabbameinsfélag Ísland í dag um skipulagða leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Félagið sinnir skimun fyrir stjórnvöld í þeim tilgangi að draga úr sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. Þjónustusamningurinn byggir á ítarlegri kröfulýsingu um þjónustuna. Með undirrituninni varð Krabbameinsfélagið við ósk velferðarráðuneytisins um framlengingu samningsins til loka árs 2019. Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi í áratugi og veitt til hennar miklu fé. Rekstrarumhverfi skimunarinnar hefur hins vegar í langan tíma verið afar erfitt einkum vegna skammtímasamninga sem hafa gert ákvarðanatöku erfiða og vegna þess að fjárveitingar ríkisins til verkefnisins hafa ekki dugað til. Frá árinu 2013 hafa skammtímasamningar verið gerðir, allt niður í þrjá mánuði í einu. Þá hefur heilbrigðisráðherra að undanförnu einnig lýst vilja til breytinga á fyrirkomulagi skimana en bíður tillagna nýskipaðs skimunarráðs. Í tilkynningu vegna undirritunar samningsins kemur fram að óvissa hafi ríkt um skimunina og þess vegna var hafi verið boðað til aukaaðalfundar Krabbameinsfélagsins þann 16. september síðastliðinn. Fyrir fundinum lá yfirlýsing velferðarráðuneytisins um að styrkja félagið um 50 milljónir á þessu ári vegna uppsafnaðs halla á leitarstarfinu og aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Styrkurinn kom með þeim skilyrðum að félagið samþykkti að sinna leitarstarfinu á sama hátt og hingað til, út árið 2019. Á fundinum var ákveðið að félagið samþykkti umrædda framlengingu. Til að tryggja áframhaldandi gæði skimunarinnar og aðgengi almennings að þessari mikilvægu þjónustu samþykkti félagið einnig að veita til hennar allt að 75 milljónum á þessu ári og því næsta, til viðbótar við styrk ráðuneytisins. Krabbameinsfélag Íslands segist hafa alla burði til að sinna áfram skipulagðri skimun fyrir krabbameinum með þjónustusamningi og skýrum kröfulýsingum. Forsendur þess að halda henni áfram eru hins vegar að samið verði um verkefnið til lengri tíma í einu og að yfirvöld fjármagni verkefnið að fullu. Mikilvægt sé að ætla góðan tíma til undirbúnings ef breyta á fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum vegna mikilvægis verkefnisins og vanda þurfi til verka. Krabbameinsfélagið vill gera sitt til að dýpka umræðuna um skimun til að tryggja að mögulegar breytingar á fyrirkomulagi verði til þess að hámarka árangur og gæði skimaninna. Krabbameinsfélagið mun á næstunni óska eftir viðræðum við stjórnvöld um hugmyndir sínar að fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum til framtíðar. Hugmyndirnar byggjast á þeim grundvallarsjónarmiðum að við skipulag skimunar verði hagsmunir almennings að vera í forgrunni og að skipulag og stjórnun skimunarinnar, allt frá boðun til uppgjörs, sé eitt órjúfanleg ferli. Félagið hvetur konur ennfremur til að taka þátt í skimun og fækka þannig dauðsföllum vegna brjósta- og leghálskrabbameina.
Tengdar fréttir Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00 Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Mikill meirihluti ómeðvitaður um aukna krabbameinshættu Rannsókn á erfðum rúmlega fimmtíu þúsund einstaklinga leiðir í ljós að 80 prósent þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA-genum eru ekki meðvitaðir um hana og þar með auknar líkur á krabbameini. 22. september 2018 08:00
Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. 22. september 2018 20:00