Bæjarstjórn Akraness harmar stöðuna hjá Orkuveitu Reykjavíkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2018 10:58 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Akraness styður ákvörðun stjórnar orkuveitu Reykjavíkur um að veita Bjarna Bjarnasyni forstjóra tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins. Akraneskaupstaður á 5,5 prósenta hlut í Orkuveitunni og í ályktun frá bæjarstjórn segir að bærinn harmi þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitunnar og áhersla lögð á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Telur bæjarstjórn Akraness ljóst að ímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki og að endurvekja þurfi traust og trúverðugleika orkuveitunnar.Það er von bæjarstjórnar Akraness að starfsmenn og stjórnendur OR leggi rannsókninni lið með það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu fyrirtækisins. „Í eigendastefnu fyrirtækisins er lögð áhersla á að OR komi fram af heilindum og trausti og ræki samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni. Eigendur vilja að litið verði til fyrirtækisins sem trausts samstarfsaðila sem eftirsóknavert sé að starfa fyrir og með. Bæjarstjórn Akraness telur ljóst að þessi ímynd hefur beðið hnekki og endurvekja þarf traust og trúverðugleika fyrirtækisins. Ekkert fyrirtæki er sterkara en sá mannauður sem þar hefur byggst upp,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. „Standa þarf vörð um allt hið góða í starfseminni og bæta úr því sem miður virðist hafa farið. Óæskileg hegðun og framkoma í garð starsfmanna og þeirra í milli verður ekki liðin.“ Þá styður bæjarstjórnin jafnframt tímabundna ráðningu Helgu Jónsdóttur sem forstjóra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók til starfa í gær. Hún var sett inn í starfið á maraþonfundi með stjórn fyrirtækisins. Hún segir óhæði úttektaraðila OR algjörlega tryggt. 25. september 2018 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Fleiri fréttir Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness styður ákvörðun stjórnar orkuveitu Reykjavíkur um að veita Bjarna Bjarnasyni forstjóra tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins. Akraneskaupstaður á 5,5 prósenta hlut í Orkuveitunni og í ályktun frá bæjarstjórn segir að bærinn harmi þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitunnar og áhersla lögð á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Telur bæjarstjórn Akraness ljóst að ímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki og að endurvekja þurfi traust og trúverðugleika orkuveitunnar.Það er von bæjarstjórnar Akraness að starfsmenn og stjórnendur OR leggi rannsókninni lið með það að markmiði að bæta vinnustaðamenningu fyrirtækisins. „Í eigendastefnu fyrirtækisins er lögð áhersla á að OR komi fram af heilindum og trausti og ræki samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni. Eigendur vilja að litið verði til fyrirtækisins sem trausts samstarfsaðila sem eftirsóknavert sé að starfa fyrir og með. Bæjarstjórn Akraness telur ljóst að þessi ímynd hefur beðið hnekki og endurvekja þarf traust og trúverðugleika fyrirtækisins. Ekkert fyrirtæki er sterkara en sá mannauður sem þar hefur byggst upp,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. „Standa þarf vörð um allt hið góða í starfseminni og bæta úr því sem miður virðist hafa farið. Óæskileg hegðun og framkoma í garð starsfmanna og þeirra í milli verður ekki liðin.“ Þá styður bæjarstjórnin jafnframt tímabundna ráðningu Helgu Jónsdóttur sem forstjóra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30 Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók til starfa í gær. Hún var sett inn í starfið á maraþonfundi með stjórn fyrirtækisins. Hún segir óhæði úttektaraðila OR algjörlega tryggt. 25. september 2018 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Fleiri fréttir Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. 24. september 2018 19:30
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Innri endurskoðun sé alveg óháð pólitískum fyrirmælum Tímabundinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók til starfa í gær. Hún var sett inn í starfið á maraþonfundi með stjórn fyrirtækisins. Hún segir óhæði úttektaraðila OR algjörlega tryggt. 25. september 2018 06:00