Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Anton Ingi Leifsson skrifar 25. september 2018 20:00 Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. Á dögunum mátti finna ársreikning knattspyrnudeildar Fjölnis þar sem stóð að ekki væri hægt að halda starfsemi meistaraflokks félagsins í sömu mynd því tapið væri það mikið. Eftir hagnað upp á tæpar hundrað þúsund krónur 2016, þá var tapið rúmlega 26 milljónir króna árið 2017 og ekki skánaði þetta fyrir Fjölnismenn um helgina sem féllu úr Pepsi-deildinni þar sem tekjurnar eru mun meiri en í Inkasso-deildinni. „Svo við byrjum á byrjuninni þá erum við með ódýrasta meistaraflokkinn,” sagði Jón Karl í samtali við Ríkharð Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta snýst að endingu hvað miklar tekjur koma inn af leikjunum og það eru mörg félög í vandræðum að fá tekjur.” „Við sjáum hvernig áhorfendurtekjurnar eru, stuðningsaðilar eru mjög mikilvægir en þeir halda að sér höndum og eru að færa sig yfir í sérsamböndin og fleira.” „Það eru mörg félög í ákveðnum rekstrarvanda og við erum kannski hvað hreinskilnastir að tala um þetta. Ef við ræðum þetta ekki og vinnum ekki úr þessu, ekki bara Fjölnir heldur önnur félög, verður það bara vond niðurstaða.” Fjölnir leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð en verður liðið útlendingarlaust í Inkasso á næsta ári? „Það hefur hingað til verið stefnan að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum. Við erum með mjög sterka flokka að koma upp. Það á eftir að setjast niður og ræða það," segir Jón sem leynir ekki vonbrigðunum að leika í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. „Þetta eru vonbrigði. Það er ekkert hægt að leyna því en á þessu stigi er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hvernig þetta verður. Það verður sest yfir og farið yfir það. Við ætlum okkur beint upp aftur.” Verður Ólafur Páll Snorrason áfram þjálfari Fjölnis? „Það þarf að ræða líka.” Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. Á dögunum mátti finna ársreikning knattspyrnudeildar Fjölnis þar sem stóð að ekki væri hægt að halda starfsemi meistaraflokks félagsins í sömu mynd því tapið væri það mikið. Eftir hagnað upp á tæpar hundrað þúsund krónur 2016, þá var tapið rúmlega 26 milljónir króna árið 2017 og ekki skánaði þetta fyrir Fjölnismenn um helgina sem féllu úr Pepsi-deildinni þar sem tekjurnar eru mun meiri en í Inkasso-deildinni. „Svo við byrjum á byrjuninni þá erum við með ódýrasta meistaraflokkinn,” sagði Jón Karl í samtali við Ríkharð Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta snýst að endingu hvað miklar tekjur koma inn af leikjunum og það eru mörg félög í vandræðum að fá tekjur.” „Við sjáum hvernig áhorfendurtekjurnar eru, stuðningsaðilar eru mjög mikilvægir en þeir halda að sér höndum og eru að færa sig yfir í sérsamböndin og fleira.” „Það eru mörg félög í ákveðnum rekstrarvanda og við erum kannski hvað hreinskilnastir að tala um þetta. Ef við ræðum þetta ekki og vinnum ekki úr þessu, ekki bara Fjölnir heldur önnur félög, verður það bara vond niðurstaða.” Fjölnir leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð en verður liðið útlendingarlaust í Inkasso á næsta ári? „Það hefur hingað til verið stefnan að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum. Við erum með mjög sterka flokka að koma upp. Það á eftir að setjast niður og ræða það," segir Jón sem leynir ekki vonbrigðunum að leika í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. „Þetta eru vonbrigði. Það er ekkert hægt að leyna því en á þessu stigi er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hvernig þetta verður. Það verður sest yfir og farið yfir það. Við ætlum okkur beint upp aftur.” Verður Ólafur Páll Snorrason áfram þjálfari Fjölnis? „Það þarf að ræða líka.” Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira