Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 18:33 Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. Nordicphotos/Getty Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út. Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina. Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til. Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér. MeToo Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út. Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina. Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til. Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér.
MeToo Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21