Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 18:14 Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu. Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu.
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira