Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2018 23:24 Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. EPA/NYEIN CHAN NAING Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum. Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hafi framið „vel skipulögð og sameinuðu“ ódæði gagnvart Rohingjafólki þar í landi. Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Utanríkisráðuneytisins sem Reuters fréttaveitan hefur undir höndum en var birt opinberlega nú í kvöld. Í skýrslu um rannsóknina eru yfirvöld Mjanmar ekki sökuð um þjóðarmorð, þó bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert það áður.Rannsakendur tóku viðtöl við rúmlega þúsund manns sem flúðu frá Mjanmar til Bangladess í fyrra. „Rannsóknin sýnir að hið nýlega ofbeldi í Rakhine-héraði var ógnvænlegt, umfangsmikið, útbreidd og virðist sem að markmiðið hafi verið að hræða íbúa og reka Rohingjafólkið á flótta,“ segir í skýrslunni. Þar segir, eins og áður hefur komið fram, að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og samhæfðar. Eftirlifendur lýsa ódæðunum með nákvæmum hætti. Þau segja frá morðum hermanna á ungabörnum, krökkum, óvopnuðum mönnum og jafnvel því að fólk hafi verið grafið lifandi í fjöldagröfum. Þá segir fólkið frá umfangsmiklum nauðgunum hermanna. Eitt vitni segir fjórum stúlkum hafa verið rænt af hermönnum. Þær hafi verið bundnar og hermenn hafi nauðgað þeim í þrjá daga. Hann sagði þær hafa verið nær dauða en lífi.Sjá einnig: Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorðRohingjafólkið hefur búið í Mjanmar um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og búa langflestir þeirra í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa ríkisins eru búddistar. Her Mjanmar þvertekur fyrir að umfangsmikið ofbeldi hafi átt sér stað og hafa þeir jafnvel haldið því fram að ekki einn einasti rohingjarmúslimi hafi verið myrtur af hermönnum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið. Það var niðurstaða innri rannsóknar hersins.Minnst 700 þúsund manns flúðu til Bangladess og búa þar í flóttamannabúðum. Um 80 prósent þeirra sem rætt var við segjast hafa orðið vitni að minnst einu morðin. Oftast hafi þau verið framin af hermönnum eða lögregluþjónum. Íbúar eru einnig sagðir hafa tekið þátt í ódæðunum.
Bangladess Mjanmar Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00
Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. 1. september 2018 07:15
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45