Hagsmunir hvaða sjúklinga? Birgir Jakobsson skrifar 25. september 2018 07:00 Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur umræða um heilbrigðismál og hagsmuni sjúklinga ratað í ýmsa fréttamiðla. Umræðan hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið eigi að vera þess eðlis að hagsmunir sjúklinga séu í forgangi þegar þjónustan er skipulögð. Allir hljóta að geta verið sammála um þá staðhæfingu, en spurningin er bara – hagsmunir hvaða sjúklinga? Þeirra sem hafa alvarlegustu sjúkdómana, fleiri en einn sjúkdóm sem ekki er óalgengt hjá eldra fólki og þeirra sem hafa verst lífskjör og eiga erfiðast með að fóta sig í kerfinu? Eða eru það hagsmunir þeirra sem hafa tiltölulega einföld heilbrigðisvandamál, sem sjúklingarnir geta sinnt sjálfir með ráðgjöf og sem í mörgum tilfellum ganga yfir af sjálfu sér? Við viljum að sjálfsögðu hafa heilbrigðiskerfi sem getur sinnt þessu öllu en það mun koma að því að við þurfum að velja. Við stöndum frammi fyrir þeirri ánægjulegu staðreynd að lífaldur þjóðarinnar fer hækkandi. Það getur þýtt að fyrrnefndi hópurinn fari vaxandi. Í skýrslu McKinsey frá 2016 segir að á síðustu árum hafi orðið veruleg aukning í starfsemi stofulækna og starfsemi að sama skapi flust út af Landspítala óháð því hvort tillit hafi verið tekið til þess að starfsemin væri betur komin inni á spítalanum. McKinsey bendir enn fremur á að greiðslukerfi stofulækna hvetji til einfaldra heimsókna á kostnað flóknari og tímafrekari sjúklinga. Embætti landlæknis gerði könnun um tíðni aðgerða á einkastofum og fann greinilegar ábendingar um oflækningar. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á það að fjármunir hafi flust úr opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í stofurekstur sérgreinalækna sl. áratug. Allt hefur þetta gert það að verkum að sjúklingar með alvarlega sjúkdóma og fjölþætt heilbrigðisvandamál og þeir sem hafa verst lífskjörin, sjúklingar sem þurfa aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, fá nú verri þjónustu og reka sig á fleiri veggi áður en þeir fá lausn sinna mála. Nú stendur til að breyta þessu. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á styrkingu opinbera heilbrigðiskerfisins, heilsugæsluna um allt land sem fyrsta viðkomustað sjúklinga með breiðri aðkomu fleiri heilbrigðisstétta, og að auka aðgengi að sérgreinalæknum fyrir alla landsmenn með því að styrkja göngudeildarstarfsemi sjúkrahúsanna, ekki síst Landspítala, þar sem auðveldara er að koma við teymisvinnu fleiri fagstétta. Til þess að koma þessu til leiðar þarf fleiri sérgreinalækna inn á sjúkrahúsin enda er það ein af niðurstöðum McKinsey að Landspítalinn sé mun verr mannaður af reyndum sérfræðingum en sambærileg sjúkrahús annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er ekki hægt að gera á meðan sérgreinalæknar fá bæði betur greitt og einfaldari sjúklinga þegar þeir starfa á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Það er enginn að tala um að afnema stofulækna. En það þarf að gera þjónustu þeirra markvissari svo kunnátta sérgreinalækna sé notuð á réttan hátt. Útboðsleið, sem hefur verið viðruð sem hugmynd af ýmsum aðilum, er ein þeirra leiða sem eru til skoðunar í ráðuneytinu. Það er misskilningur að skapa þurfi tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisstarfsmenn í námi erlendis með því að bjóða þeim starf á stofu. Flestir íslenskir læknar eru í sérnámi á háskólasjúkrahúsum erlendis og koma því aðeins heim að þeim sé boðin sambærileg starfsaðstaða hér á landi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun