Tiger Woods er snúinn aftur með sínum áttugasta sigri á PGA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. september 2018 22:19 Tiger Woods fagnar innilega eftir sigurinn Vísir/Getty Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira