Óréttlæt samræmd próf Jóna Benediktsdóttir skrifar 23. september 2018 16:25 Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar