Innlent

Jóhanna gagnrýnir Icelandair

Andri Eysteinsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/GVA
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, þingkona og flugfreyja gagnrýnir framgöngu flugfélagsins Icelandair gegn flugliðum sínum í pistli á Facebook síðu sinni í dag.

Mikillar óánægju gætir hjá flugfreyjum og flugþjónum Icelandair vegna ákvörðunar félagsins um að banna þeim að vinna hlutastarf.

Í frétt Vísis um málið segir Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group að alls verði 118 flugliðum í hlutastarfi boðið fullt starf, þiggi starfsfólkið það ekki verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Reglan mun ekki eiga að ganga yfir þá sem starfað hafa hjá félaginu í 30 ár eða lengur né þá sem hafa náð 55 ára aldri. Aðgerðirnar munu vera partur af hagræðingu í rekstri Icelandair.

Aðgerðirnar féllu illa í kramið hjá Flugfreyjufélagi Íslands og sama má segja um Jóhönnu Sigurðardóttur sem starfaði sem flugfreyja áður en stjórnmálaferill hennar hófst.

Jóhanna gagnrýnir aðgerðirnar og spyr hvers vegna yfirmenn félagsins lækkuðu ekki ofurlaun sín áður farið var að starfskjörum flugfreyja.

Forsætisráðherrann fyrrverandi sem lét af embætti eftir kosningarnar árið 2013, veltir því enn fremur fyrir sér hvort ákvörðunin brjóti gegn stefnum Icelandair um fjölskylduvænt atvinnulíf og sveigjanlegan vinnumarkað

Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair

Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×