Hann er meðal annars meðlimur þungarokkssveitarinnar Une Misère sem hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið, en áður spilaði hann í hljómsveitinni In the Company of Men. Auk þess gerir hann eigin tónlist undir nafninu Milljón, þ.á.m. takta fyrir rappstirnið Unga Besta.
Í kvöld þeytir hann skífum á viðburðinum Heyrðu #1, en þar koma einnig fram HDMirror, SiGRÚN og DVDJ NNS. Á morgun rís svo áðurnefnd sveit In the Company of Men úr gröfinni til að spila á hátíðinni Gleðileg Jón, sem haldin er í þriðja sinn.
Steini lýsir listanum sem „leiðangri inn í algjöra föstudagsgírun. Hip hoppi og danstónlist hrært saman í næringarríkan graut.“