Erlent

Beita kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa frá Rússum

Samúel Karl Ólason skrifar
Orrustuþotum af gerðinni SU-35 flogið yfir Moskvu.
Orrustuþotum af gerðinni SU-35 flogið yfir Moskvu. EPA/SERGEI ILNITSKY
Ríkisstjórn Donald Trump, hefur beitt kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa orrustuþotur og eldflaugar frá Rússlandi. Það er brot á viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin beittu Rússa vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.

Refsiaðgerðirnar felast í því að sú deild innan kínverska hersins sem sér um búnað og innkaup fær ekki aðgang að bandaríska bankakerfinu og fær ekki leyfi til að flytja vörur til Bandaríkjanna. Þar að auki mega bandarískir aðilar ekki eiga í viðskiptum við herinn.



Refsiaðgerðirnar eru vegna kaupa Kína á tíu SU-35 orrustuþotum og S-400 loftvarnarkerfi.

Yfirvöld í Kína eru reið yfir ákvörðuninni og krefjast þess að aðgerðirnar verði felldar niður. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði að refsiaðgerðirnar myndu hafa afleiðingar fyrir Bandaríkin og sagði að samband Kína og Rússlands yrði eingöngu sterkara fyrir vikið.

Bandarískur embættismaður sem ræddi við fjölmiðla sagði refsiaðgerðunum beint gegn Rússlandi, ekki Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×