Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2018 06:00 Þessi ónýti bústaður við Þingvallavatn var keyptur af ríkinu árið 2014. Alls hafa tólf verið keyptir síðustu fimm árin fyrir 173 milljónir. Fréttablaðið/Pjetur Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira