Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 17:45 Björgvin Jónsson á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21