Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 11:30 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga. Eurovision Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga.
Eurovision Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp