Nabil Fekir ætlaði sér að sýna Liverpool hversu góður fótboltamaður hann er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 10:30 Nabil Fekir fagnar marki sínu með liðsfélögunum í gær. Vísir/Getty Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira