Að moka skítnum jafnóðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2018 06:30 Sigurjón hefur jafnan yfrið nóg að gera við kvikmynda- og þáttagerð og nú á Ófærð hug hans allan. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“ spyr ég Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustusvæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“Sigurjóni líst ágætlega á að eiga afmæli.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Baltasar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarseríurnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir áramót. Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“ spyr ég Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustusvæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“Sigurjóni líst ágætlega á að eiga afmæli.Fréttablaðið/Anton BrinkHvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Baltasar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarseríurnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir áramót. Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira