Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Sylvía Hall skrifar 30. september 2018 16:16 Elísabet er ofurhlaupari í orðsins fyllstu merkingu. Fréttablaðið/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan. Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. Hún er stödd í Kína þar sem hún hleypur 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Elísabet er reyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fuji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna. Á Facebook-síðu Elísabetar má fylgjast með gangi hlaupsins og hvernig henni miðar áfram. Elísabet lagði af stað seinni part fimmtudags á íslenskum tíma og í hádeginu í dag hafði hún hlaupið rúmlega 266 kílómetra á tæplega 70 klukkustundum. Hún lagði af stað frá sjöundu hvíldarstöð fyrir þremur klukkustundum síðan. Líkt og áður sagði hefur Elísabet 150 klukkustundir til þess að ljúka hlaupinu. Í hlaupinu eru miklar hitabreytingar og mun Elísabet hlaupa í dagsbirtu og að næturlagi. Þá þurfa hlauparar einnig að hlaupa yfir vötn, grófa stíga og gljúfur og rúmlega 2500 metra upphækkun er á fyrri hluta leiðarinnar. Leiðin er því gríðarlega erfið og hefur Elísabet ekki farið varhluta af því en á leið sinni að fjórðu hvíldarstöðinni þurfti hún að vaða straumharða á í tíu gráðu frosti og fékk hún aðhlynningu á hvíldarstöðinni þegar þangað var komið. Hér má sjá upphækkunina á hlaupaleiðinni.ULTRA GOBIÞátttakendur njóta aðstoðar lækna og nuddara á meðan hlaupinu stendur og er vel fylgst með þátttakendum á leiðinni. Sem stendur er Elísabet í níunda sæti yfir heildina og lang fremst meðal kvenna, en af 50 þátttakendum eru sjö konur.Elísabet er þaulreyndur ofurhlaupari.FacebookElísabet er fyrst Íslendinga til þess að reyna við þetta ofurhlaup og lagði hún af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Hægt er að fylgjast með Elísabetu á Facebook-síðu hennar sem og á kortinu hér að neðan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07 Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00 Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Hljóp 170 kílómetra: Fimmtánda konan í mark í "mekka fjallahlaupanna“ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupakona, hljóp 100 kílómetra með brotinn fingur. "Þannig að þetta var frekar erfitt.“ 1. september 2015 14:07
Hlaupið á fjöllum í fjóra daga Elísabet Margeirsdóttir tók þátt í einu svakalegasta fjallahlaupi í Evrópu í fyrra. Hún segir frá því á Fjallakvöldi í Háskólabíói næsta þriðjudagskvöld og gefur fólki um leið innsýn í líf fjallahlauparans. 15. febrúar 2017 12:00
Kláraði 169 kílómetra ofurhlaup í Japan "Það má segja að ég hafi hlaupið þetta að mestu í einum rykk með stoppum á þeim drykkjarstöðvum sem voru á leiðinni til að bæta á mig vökva og næringu,“ segir Elísabet Margeirsdóttir. 15. maí 2014 12:00