Innlent

Handtökur og húsleitir vegna vegabréfafölsunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti.
Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun tíu karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á skjalafalsi, þ.e. vegabréfafölsun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu en þar segir að mennirnir, níu erlendir ríkisborgarar og einn Íslendingur, voru handteknir á tveimur stöðum í umdæminu, en þar voru jafnframt framkvæmdar húsleitir. Einnig var lagt hald á gögn hjá einu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem tengist málinu.

Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Mennirnir fengu úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá um mitt síðasta ár, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokölluð full skráning, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf þeirra væru bæði fölsuð og stolin.

Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×