Bíó og sjónvarp

Nýir þættir í anda Skam

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir fylgja eftir Gunnhildi sem er á unglingsaldri
Þættirnir fylgja eftir Gunnhildi sem er á unglingsaldri
Norsku unglingaþættirnir Lovleg eru komnir inn á Stöð 2 maraþon í heild sinni en þættirnir minna á norsku unglingaþættina vinsælu Skam.

Þættirnir Lovleg eru glænýir þættir frá NRK í Noregi  og fylgja eftir Gunnhildi sem flytur að heiman til að halda áfram skólagöngu sinni í bænum Sandane.

Þar leigir hún herbergi í íbúð ásamt þeim Söru, Peter og Alexander þar sem ýmislegt skrautlegt gengur á.

Í Noregi hafa þeir fengið góðar viðtökur og eru unglingaþættir af þessari tegund heldur betur að slá í gegn á Norðurlöndunum.

Fyrsta þáttaröðin er komin í heild sinni inn á Stöð 2 Maraþon og er von er á annarri þáttaröð fljótlega eftir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.