Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2018 10:56 Elín Sif og Eyrún Björk í hlutverkum Stellu og Magneu í Lof mér að falla. Lof mér að falla Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?” Börn og uppeldi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, efast stórleg um forvarnargildi kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Rúmlega 40 þúsund manns hafa séð mynd Baldvins Z og Birgis Arnar Steinarssonar sem fjallar um tvær stúlkur og baráttu þeirra við fíkniefni. Fjölmargir hafa lofað myndina og telja hana hafa ríkt forvarnargildi. Þeirra á meðal eru Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður. Þá samþykkti bæjarráð Árborgar á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina. Myndin er sýnd í Selfossbíó. „Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október, og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksnis sem var samþykkt. Kostnaður við ferðina skrifast á flokkinn forvarnarmál.Rótin sendi fyrirspurn á Barnaverndarstofu, Borgarstjóra Reykjavíkur, Embætti landlæknis, menntamálaráðuneytið og umboðsmann barna á föstudagin. „Ýmsir aðilar, þar á meðal grunn- og framhaldsskólar, standa fyrir skipulögðum hópferðum barna og unglinga að sjá kvikmyndina Lof mér að falla. Myndin er bönnuð börnum yngri en 14 ára en þegar um er að ræða yngri börn er óskað eftir leyfi frá foreldrum. Ferðin er farin undir því yfirskini að um forvarnastarf sé að ræða,“ segir í fyrirspurninni. Rótin segist draga í efa að slíkt forvarnarstarf byggi á nýjustu þekkingu. „Leiðbeiningar Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) um bestu starfsvenjur, að því er varðar ungt fólk í áhættuhópi, benda á að þau ungmenni sem séu í mestri hættu á að fara út í neyslu séu þau sem eru illa sett í félagslegu tilliti og/eða búa við neysluhegðun innan fjölskyldu eða í jafningjahópi. Því er lögð áhersla á aðgerðir til að ná snemma til þessa áhættuhóps með skönnunum, góðri meðferð og öðrum beinum aðgerðum.“ Rótin óskar eftir áliti fyrrnefndra aðila á því hvort stofnanirnar telji að: a) hræðsluáróður og/eða óttamiðuð nálgun í forvörnum, eins og neyslu- og harmsögur, hafi mikið forvarnagildi? b) Hvort þetta forvarnarstarf á vegum skólanna sé í samræmi við niðurstöður íslenskra sem erlendra rannsókna? c) Hvaða afleiðingar telja stofnanirnar að það geti haft fyrir óhörðnuð börn og unglinga að fara saman í hópum að sjá kvikmyndina Lof mér að falla?”
Börn og uppeldi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira