Heitir því að elta þá uppi sem unnu skemmdarverk við vinsæla fjörupotta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 11:00 Umgengnin var eins og eftir svín að sögn Elvars Reykjalín. Mynd/Elvar Reykjalín Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það var ófögur sjónin sem beið aðstandanda heitu pottana í Sandvíkurfjöru við Hauganes um helgina en svo virðist sem að hópur ungra manna hafi brotið og bramlað allt lauslegt við pottana. Eigandinn vill síður þurfa að loka pottunum og ætlar að setja upp vöktunarkerfi til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig.Pottarnir voru settir upp á síðasta ári og hafa notið töluverða vinsælda. Bregður þeim reglulega fyrir á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum enda umhverfi þeirra afar myndrænt, í einu aðgengilegu fjörunni sem snýr til suðurs í Eyjafirði.Svæðið hefur verið opið allan sólarhringinn og engin vöktun hefur verið á svæðinu, enda hafa langflestir þeirra sem heimsótt hafa pottana umgengist þá af virðingu að sögn Elvars Reykjalíns, framkvæmdastjóra Ektafisks, sem setti upp pottanna. Þangað til um helgina.„Það keyrði um þverbak núna um helgina. Þetta hefur komið fyrir áður en þetta var grófara núna en hefur verið og það fauk í okkur,“ segir Elvar í samtali við Vísi.Svona er líta pottarnir út.Mynd/Elvar ReykjalínHann segir að tekið hafi verið eftir því að nokkrir hópar af ungum mönnum hafi komið seint um kvöld eða nótt um helgina og skilið eftir sig flöskur, sígarettustubba og annað rusl. „Umgangurinn er bara eins og eftir svín. Allt sem er laust er brotið, það er reykt og alllt skilið eftir á gólfinu. Það er með ólíkindum virðingarleysið sem sumir sýna þarna,“ segir Elvar.Myndir af tveimur bílum til skoðunar Og hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Komið verður upp vöktunarkerfi og teknar verða myndir af þeim bílum sem þykja grunsamlegar.Elvar Reykjalín.„Það verður bara farið í lögregluna ef menn eru að tjóna. Við munum elta alla þá uppi sem standa í svona,“ segir Elvar og bætir við að náðst hafi myndir af tveimur bílum sem líkur eru á að skemmdarvargarnir hafi verið á. Verið sé að skoða þær. Elvar birti myndir af umgengninni á Facebook í gær og þar sagðist hann þurfa að neyðast til að loka pottunum ef ekki tækist að koma í veg fyrir svona skemmdarverk. Þa vill hann þó síður gera enda frekari uppbygging í kortunum í fjörunni. „Mér finnst þetta svo gremjulegt. Að láta einhverja örfáa sóða eyðileggja svona,“ segir Elvar og ætlar hann því að sjá hvort að vöktunin muni ekki koma í veg fyrir frekari skemmdarverk.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira