Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 07:00 Frá fiskeldi í Súgandafirði. NORDIC PHOTOS/GETTY Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22