Heilu hverfin sukku í for Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. október 2018 07:00 Gríðarleg eyðilegging átti sér stað á eyjunni Súlavesí í Indónesíu. Vísir/Getty Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP. Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Óttast er að þúsundir hafi farist í tveimur hverfum hafnarborgarinnar Palu í Indónesíu 28. september síðastliðinn þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Hverfin – Petobo og Balaroa– sukku ofan í forarsvað sem myndaðist í hamförunum. „Samkvæmt upplýsingum frá hverfisfulltrúum í Balaroa og Petobo þá eru það um 5.000 manns sem enn hafa ekki fundist,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður indónesísku hamfarastofnunarinnar, á blaðamannafundi í gær. „Engu að síður eru fulltrúar okkar enn að reyna að staðfesta þetta. Það er ekki auðunnið verk að fá staðfest hversu margir eru grafnir undir aurskriðum og drullu.“ Jarðskjálftinn sem reið yfir Indónesíu í september mældist 7,5 stig en honum fylgdi tveggja metra há flóðbylgja sem skall af miklu afli á Palu. Í gær var staðfest tala látinna 1,763. Nugroho sagði á blaðamannafundinum að leit myndi halda áfram til 11. október. Á þeim tímapunkti verður leit hætt og þeir sem enn eru ófundnir verða taldir af. Þær fregnir sem borist hafa af hverfunum tveimur gefa til kynna að þau hafi nánast sokkið í heilu lagi ofan í jörðina. Það eina sem sést af hverfunum nú eru nokkur löskuð húsþök og steypustyrktarjárn sem standa upp úr forinni. Atburðurinn er rakinn til flókins ferlis vökvamyndunar sem á sér stað þegar titringur frá jarðskjálfta breytir votum jarðlögum í það sem líkja má við kviksyndi. Leitin að fólki á lífi heldur áfram. Yfirvöld í Indónesíu hafa þáð boð um alþjóðlega aðstoð, en litlar líkur eru taldar á að fleiri verði bjargað úr þessu. „Þetta er tíundi dagur leitar,“ sagði Muhammad Syaugi, yfirmaður leitar hjá björgunarstofnun Indónesíu. „Það væri kraftaverk að finna einhvern á lífi úr þessu.“ Fréttaveita AFP greindi frá því í gær að yfirvöld í Indónesíu hefðu nú til skoðunar að flokka hamfarasvæðin í Palu sem fjöldagröf og að ekki yrði hróflað frekar við þeim. „Hér ætti að reisa minnisvarða um þá sem fórust, svo að afkomendur okkar muni minnast þessara hamfara sem áttu sér stað árið 2018,“ sagði Muhlis, íbúi í Palu, í samtali við AFP.
Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira