Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 09:08 Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá árinu 1991. Vísir/Getty Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00
Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55
Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00