Erlent

Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. Vísir/AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara við Hæstarétt landsins.

Þetta sagði Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni Air Force 1 á leið sinni á kosningafund í Kansas að því er Reuters greinir frá. Í kvöld staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan Kavanaughs í embætti dómara við Hæstarétt.

Það var afar mjótt á mununum í atkvæðagreiðslunni en 50 greiddu atkvæði með staðfestingu Kavanaughs gegn 48.

„Þetta er ein af ástæðum þess að ég útnefndi hann því það er enginn með eins tandurhreina fortíð og Brett Kavanaugh. Hann er framúskarandi manneskja og það er mér mikill heiður að hafa valið hann,“ sagði Trump við blaðamenn.

Trump ræddi við blaðamenn eftir að það lá ljóst fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði staðfest skipan Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt landsins.vísir/ap
Hann sagðist vera ánægður að Kavanaugh skuli hafa getað „staðið af sér þessa hræðilegu, hræðilegu árás Demókrata“.

Sálfræðiprófessorinn Ford greindi frá því að Kavanaugh hefði brotið á sér þegar þau voru unglingar í húsi í úthverfi Washington árið 1982.

Trump fagnaði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar óskaði Kavanaugh til hamingju á Twitter síðu sinni eftir að niðurstaðan var gerð opinber. Hann sagði að Kavanaugh yrði svarinn í embætti á næstu klukkutímum og bætti við að þetta væri allt saman afar spennandi.


Tengdar fréttir

Mikilvægustu þingmennirnir gagnrýna ummæli Trump

Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum.

Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford

Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna.

Skipan Bretts Kavanaugh staðfest

Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku.

Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta

Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×