Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. október 2018 23:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara við Hæstarétt landsins. Þetta sagði Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni Air Force 1 á leið sinni á kosningafund í Kansas að því er Reuters greinir frá. Í kvöld staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan Kavanaughs í embætti dómara við Hæstarétt. Það var afar mjótt á mununum í atkvæðagreiðslunni en 50 greiddu atkvæði með staðfestingu Kavanaughs gegn 48. „Þetta er ein af ástæðum þess að ég útnefndi hann því það er enginn með eins tandurhreina fortíð og Brett Kavanaugh. Hann er framúskarandi manneskja og það er mér mikill heiður að hafa valið hann,“ sagði Trump við blaðamenn.Trump ræddi við blaðamenn eftir að það lá ljóst fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði staðfest skipan Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt landsins.vísir/apHann sagðist vera ánægður að Kavanaugh skuli hafa getað „staðið af sér þessa hræðilegu, hræðilegu árás Demókrata“. Sálfræðiprófessorinn Ford greindi frá því að Kavanaugh hefði brotið á sér þegar þau voru unglingar í húsi í úthverfi Washington árið 1982. Trump fagnaði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar óskaði Kavanaugh til hamingju á Twitter síðu sinni eftir að niðurstaðan var gerð opinber. Hann sagði að Kavanaugh yrði svarinn í embætti á næstu klukkutímum og bætti við að þetta væri allt saman afar spennandi. Tengdar fréttir Mikilvægustu þingmennirnir gagnrýna ummæli Trump Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum. 3. október 2018 16:45 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. 4. október 2018 16:30 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara við Hæstarétt landsins. Þetta sagði Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni Air Force 1 á leið sinni á kosningafund í Kansas að því er Reuters greinir frá. Í kvöld staðfesti öldungadeild Bandaríkjaþings skipan Kavanaughs í embætti dómara við Hæstarétt. Það var afar mjótt á mununum í atkvæðagreiðslunni en 50 greiddu atkvæði með staðfestingu Kavanaughs gegn 48. „Þetta er ein af ástæðum þess að ég útnefndi hann því það er enginn með eins tandurhreina fortíð og Brett Kavanaugh. Hann er framúskarandi manneskja og það er mér mikill heiður að hafa valið hann,“ sagði Trump við blaðamenn.Trump ræddi við blaðamenn eftir að það lá ljóst fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði staðfest skipan Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt landsins.vísir/apHann sagðist vera ánægður að Kavanaugh skuli hafa getað „staðið af sér þessa hræðilegu, hræðilegu árás Demókrata“. Sálfræðiprófessorinn Ford greindi frá því að Kavanaugh hefði brotið á sér þegar þau voru unglingar í húsi í úthverfi Washington árið 1982. Trump fagnaði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar óskaði Kavanaugh til hamingju á Twitter síðu sinni eftir að niðurstaðan var gerð opinber. Hann sagði að Kavanaugh yrði svarinn í embætti á næstu klukkutímum og bætti við að þetta væri allt saman afar spennandi.
Tengdar fréttir Mikilvægustu þingmennirnir gagnrýna ummæli Trump Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum. 3. október 2018 16:45 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. 4. október 2018 16:30 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Mikilvægustu þingmennirnir gagnrýna ummæli Trump Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum. 3. október 2018 16:45
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07
Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. 4. október 2018 16:30