8000 teskeiðar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. október 2018 07:15 Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Meðaljóninn í okkar heimshluta brennir um það bil fimmtungi þeirra hitaeininga sem afi hans og amma gerðu í daglegu amstri. Ræktin, fjallgöngur, útihlaup og hreyfing til heilsubótar er ekki talið með. Skortir okkur agann sem forfeðurnir bjuggu yfir? Erum við kærulausari, látum okkur eigin heilsu og velferð barna okkar í léttu rúmi liggja? Auðvitað ekki. En eðli vinnu hefur breyst og freistingarnar eru allt í kring. Hvernig snúum við þessu við – náum hinu langþráða jafnvægi milli matar og hreyfingar, hinum gullna meðalvegi sem allflestir fetuðu áður fyrr? Íslendingar eru meðal feitustu þjóða. Viðbúið er að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við aukakílóin og sjúkdómana, sem tengjast óhófinu, og þeirra fólk. Heilbrigðiskerfið er rekið fyrir skattfé. Þetta snertir alla. Og þar spilar mataræðið langstærsta rullu og svo hreyfingin. Upp úr 1980 fór af stað mikil herferð gegn fitu. Þegar fitan fór út af matseðlinum kom viðbættur sykur í staðinn. Einnig fór að bera meira á unninni matvöru. Því sem náttúran býður var skipt út fyrir matvöru sem maðurinn sjálfur hafði fundið upp og átt við. Varla þarf að leita lengi á Íslandi til að sjá að matarvenjum okkar er stórlega ábótavant. Við hringveginn eru sykraðir gosdrykkir, unnar kjötvörur og sælgæti meira áberandi en einfaldur, hollur matur. Ekki bara hér á landi. Við getum ekki farið um flugvöll, keypt bensín eða hóstamixtúru án þess að á vegi okkar verði stæðurnar af snakki, sælgæti og hvers kyns óhollustu. Sjálft höfuðvígi heilsunnar – Landspítalinn – er ekki barnanna bestur. Furðulegt er að sjúklingar, sem fá úrvals þjónustu frá læknum og hjúkrunarfólki, fái matarbakka sem hæfir þorrablóti. Meðal Bandaríkjamaður innbyrðir 36 kíló af fitu árlega og setur 8000 teskeiðar af sykri inn fyrir varir sínar. Gosdrykkjaþamb vegur þungt. Meðalþambið er 215 lítrar. Það er ekki lítið. Rannsóknir sýna, að þegar 100 manns sem berjast við aukakílóin fara í megrun og æfa reglulega – eru færri en fimm þeirra enn að tveimur árum síðar. Uppeldi ræður miklu um mataræði og hreyfingu. Foreldrum ber að leiðbeina börnum sínum um hollt mataræði og hvetja þau til hreyfingar. En fólki sem ekki hefur úr miklu að spila er vorkunn. Það kostar mikla peninga að borða hollan mat og tómstundir eru rándýrar. Þarna þarf hið opinbera – ríki og sveitarfélög – að stíga inn. Skattkerfið á að hvetja til neyslu hollari fæðu. Skipuleg hreyfing á að vera fyrir alla – veigamikill hluti af skólagöngu. Við gerum ábyggilega margt vel á Íslandi í þessum efnum. Ef marka má afrek landans í alþjóðlegum íþróttum er hann duglegur að hreyfa sig. En betur má ef duga skal. Við erum meðal feitustu Evrópuþjóða. Leiðin til að reka af sér slyðruorðið er vel þekkt. Við þurfum að sameinast um að feta einstigið milli hófsemi í mat og drykk og hollrar hreyfingar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar