Innlent

Segja úrskurðinn mikið áfall fyrir Vestfirði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Beiðni laxeldisfyrirtækjanna um frestun réttaráhrifa var hafnað.
Beiðni laxeldisfyrirtækjanna um frestun réttaráhrifa var hafnað. Vísir/Pjetur
Fulltrúar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa sent frá sér ályktun þar sem því er lýst sem áfalli að  úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi hafnað beiðni fyrirtækjanna Arnalax og Arctic Sea Farm um frestun réttaráhrifa og fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna.

Í síðustu viku felldi nefndin úrskurði sem felldu úr gildi rekstrarleyfi Fjarðarlax og Arctic Sea Farm til laxeldis í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og ýmsir þingmenn fóru þá fram á að réttaráhrifum úrskurðanna yrði frestað. 

Ályktunin hlaut einróma samþykki allra fulltrúa á haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga. Í henni segir að Vestfirðingar séu reiðir vegna niðurstöðunnar og að þeir sætti sig ekki lengur við „úrræðaleysi og getuleysi kerfisins.“

Þá krefst haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga viðbragða af hálfu Alþingis og ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja áframhaldandi grundvöll fyrir rekstri fyrirtækjanna sem um ræðir. Þá segir í ályktuninni að fiskeldi sé burðarás í samfélagi Vestfjarða og störf og lífsafkoma 300 manns sé í bráðri hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×