Atkvæðin féllu nokkurn veginn eftir flokkslínum en repúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni, 51 atkvæði gegn 49.
Niðurstaðan þykir gefa góð fyrirheit fyrir Kavanaugh í aðdraganda atkvæðagreiðslu morgundagsins en vangaveltur höfðu verið uppi um afstöðu fjögurra þingmanna. Einn þessara þingmanna, repúblikaninn Lisa Murkowski, kaus gegn því að ganga til atkvæða um Kavananaugh á morgun. Demókratinn Joe Manchin var hins vegar fylgjandi tillögunni, rétt eins og „óákveðnu repúblikanarnir“ Jeff Flake og Susan Collins.
Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Kavanaugh, var að vonum ánægður þegar niðurstaða þingsins lá fyrir.
Very proud of the U.S. Senate for voting “YES” to advance the nomination of Judge Brett Kavanaugh!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2018