Ingi: Getum ekki reiknað með Pavel fyrr en við sjáum hann á æfingu Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2018 21:53 Ingi var ánægður með sína menn í kvöld. vísir/ernir Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.” Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Nýr þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, er kominn aftur á heimaslóðir en hann þjálfaði KR frá 1999 til 2004 en er snúinn aftur í Vesturbæinn til að sjá um uppbygginguna eftir ansi langa og samfellda sigurgöngu KR í körfubolta undanfarin ár. Fyrsti leikurinn var fyrr í kvöld á móti nýliðum Skallagríms og var hann spurður að því hvernig tilfinningin væri að klára fyrsta leikinn í nýjum búning. „Þetta er nú gamall og góður búningur og maður flýr ekki uppruna sinn. Tilfinningin er samt ótrúlega góð,” sagði Ingi Þór í leikslok. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigldu heimamenn fram úr en sex stigum munaði á liðunum í hálfleik en KR vann að lokum 109-93. Ingi Þór var spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik. „Við tökum ekkert af Skallagrím, þeir voru sprækir og gerðu mjög vel hérna. Voru að skjóta boltanum mjög vel og sóttu hart að okkur en við náðum svo að stoppa fyrir smá leka og héldum síðan ákafanum út leikinn þannig að leiðir skildu en við erum kannski með örlítið meiri breidd en þeir.” „Við löguðum nokkur atriði varnarlega og það gaf okkur auðveldar körfur sem við nýttum okkur til að skapa sigurinn.“ Inga líst mjög vel á komandi tímabil en gerir sér alveg grein fyrir því að verkefnið er ærið enda er þetta sigursæla félag í endurbyggingu. „Þetta er bara nýtt lið. Liðið sem í fyrra hökti að titlinum á nánast ótrúlegan hátt er farið nánast allt eða allavega hryggjarsúlan úr því. Þekkingin er hinsvegar til staðar hérna og við erum bara auðmjúk og nálgumst verkefnið þannig að við ætlum okkur að búa til gott lið og taka okkur tíma í það.” „Við erum raunhæf og erum ekkert að taka fram úr okkur með neitt, ætlum að láta verkin tala.” „Eins og staðan er í dag þá eigum við langt í land, við sýndum það seinasta sunnudag að við eigum langt í land til að vera góðir og á meðan ég og Hjalti og strákarnir erum meðvitaðir um þetta og erum að vinna í því þá eigum við eftir að vera betri.“ Að lokum var Ingi spurður út í stöðuna á Pavel Ermolinskij en ekkert hefur heyrst um það hvað hann ætlar að gera í vetur. „Staðan hjá Pavel er í raun og veru óákveðin, hann er meiddur og ekki að æfa með okkur eins og er. Vonandi þegar lengra líður þá gerist eitthvað í þeim málum. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með hann í hópnum hjá okkur þannig að við getum ekkert reiknað með honum fyrr en við sjáum hann á æfingu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira