Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 21:19 Karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi. Umræða hefur verið um að breyta því. Vísir/Hari Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Óraunhæft er að ætla að starfsmenn Blóðbankans geti skorið úr um kynhneigð og hegðun mögulegra blóðgjafa. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur hugmynd sóttvarnalæknis um að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð svo fremi sem þeir hafi ekki stundað kynlíf í hálft ár á undan tímaskekkju. Mat sóttvarnalæknis birtist í tímaritinu Farsóttafréttir sem embætti landlæknis gefur út en hann tók málið til skoðunar að ósk velferðarráðuneytisins í kjölfar umræðu um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í sumar. Á Íslandi er karlmönnum sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf með öðrum karlmanni alfarið bannað að gefa blóð. Silja Dögg, sem skrifaði pistil á Facebook-síðu sína um málið í kvöld, segist í samtali við Vísi velta fyrir sér hversu raunhæf hugmynd sóttvarnalæknis um kynlífsbindindi fyrir blóðgjöf sé. „Hvernig ætla þeir starfsmenn sem taka á móti fólki sem vill gefa blóð að skera úr um hvort að í fyrsta lagi viðkomandi sé samkynhneigður og í öðru lagi að sannreyna það hvort viðkomandi hafi stundað kynlíf í einhvern tíma eða ekki?“ spyr þingmaðurinn sig.Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins úr Suðurkjördæmi.Vísir/VilhelmKynhegðun fólks alls konar Þá segist hún einnig velta fyrir sér öðrum hópum mögulegra blóðgjafa og kynhegðun þeirra. Þar á meðal geti verið tvíkynhneigðir, fjölásta fólk, fólk sem nýtir sér vændiþjónustu, stundar óvarlegt kynlíf eða er í opnum samböndum. „Mér finnst ákveðin tímaskekkja að við skulum flokka fólk niður í svona box. Kynhegðun fólks er bara alls konar. Þessi umræða hefur opnast mikið undanfarin ár. Það er bara ómögulegt bæði fyrir starfsfólk Blóðbanks og aðra að vita nákvæmlega hvernig fólk stundar kynlíf, hvenær og með hverjum í sínu einkalífi,“ segir Silja Dögg. Það skjóti skökku við að taka samkynhneigða karlmenn algerlega út fyrir sviga þegar vitað er að kynhegðun fólks sé alls konar. Spurð að því hvort að hún ætli að leggja fram frumvarp til að taka á stöðu samkynhneigðra karlmanna gagvart blóðgjöfum segist Silja Dögg ekki hafa ákveðið það. Hún hafi áhuga að nálgast nýja tölfræði um tilfelli alnæmissmita og hvernig þau skiptast eftir kynhneigð fólks og fleiri þáttum en einnig kynna sér hvaða reglur gilda um blóðgjafir í nágrannalöndunum. „Svo sjáum við bara hvernig málin þróast, hvað nauðsynlegt er að gera og hvernig samstaðan um það verður, hvernig umræðan þróast, bæði í þinginu og utan þingsins,“ segir hún.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira