Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þránur Þórarinsson segir það vera glapræði að ritstýra listamönnum. Mynd/Þrándur Þórarinsson Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar. Menning Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar.
Menning Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira