Við viljum starfsmannaleigur Þórlindur Kjartansson skrifar 5. október 2018 07:00 Hún er ekki falleg myndin sem dregin hefur verið upp í fréttaskýringarþættinum Kveikur af aðbúnaði og vinnuaðstöðu útlendinga sem hingað hafa komið í gegnum svokallaðar starfsmannaleigur. Það er skiljanlegt að margir hneykslist mjög á græðgi og siðleysi þeirra sem byggja rekstur sinn á því að nýta sér þetta vinnuafl. Sögurnar eru heldur ekki fallegar. Það er ekki nóg með að fólki séu borguð algjör lágmarkslaun heldur virðast sumar starfsmannaleigur og sumir verktakar færa sér það í ítrustu nyt að starfsmennirnir eru algjörlega utangátta í íslensku samfélagi, kunna hvorki hver er réttur þeirra eða hvernig á að leita hans—og eiga óhægt með að komast aftur heim jafnvel þótt þeim misbjóði hvernig komið er fram við þá. Starfsmennirnir eru sagðir borga himinháa leigu fyrir að hafa aðgang að litlum beddum í óhrjálegum kytrum, þurfa að troða sér í þröng bílsæti á leið til vinnu og þurfa svo jafnvel að ganga örna sinna ofan í húsgrunna. Ef gerð væri skoðanakönnun í dag er líklegt að samstaða þjóðarinnar væri næstum algjör um að þessar aðstæður erlends verkafólks séu ólíðandi. Það hefur heldur ekki staðið á fordæmingum úr öllum áttum. Þingmenn og ráðherrar, fræðingar, forstjórar og verkalýðsleiðtogar—„aðilar vinnumarkaðarins“—allir eru sammála um að þessa þjóðarskömm verði umsvifalaust að uppræta. En þarf þetta að koma á óvart?Hvaðan kemur þetta fólk? Út um alla borg og víða um land má sjá byggingarkrana og stillansa og þar í kring eru tugir verkamanna, klæddir eftir veðri, að keppast við að klára þetta og hitt hótelið, íbúðabygginguna eða verslunarhúsnæðið. Og út um allt land bölvar fólk því hversu erfitt er að fá iðnaðarmenn til þess að flísaleggja, draga rafmagn, mála og slá upp garðhúsum. Og hvert sem litið er eru hótel og gistiheimili og matsölustaðir og sjoppur þar sem starfsmennirnir standa tólf tíma vaktir við fremur óspennandi og einhæfar aðstæður, gegn lágum launum. Hvaðan kemur þetta fólk sem er tilbúið til þess að manna vaktirnar, þrífa herbergin, vaska upp og bera morgunmatinn á borð? Kemur það úr Háskóla Íslands? Sennilega ekki. Á sama tíma og þessi veruleiki blasir við, þá berast fréttir af því að launakjör opinberra starfsmanna séu nú að jafnaði umtalsvert betri heldur en þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum. Ekki nóg með að starfsöryggið sé nánast pottþétt, heldur eru launin hærri líka. Og þrátt fyrir þessa stöðu heyrist sú krafa frá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum að skólaganga sé ekki metin nægilega hátt til launa á Íslandi. Krafan er sú að launamunurinn á þeim sem stendur í slyddu uppi á þaki og þeim sem nýtur skjólsins sé meiri—ekki minni. En svona erum við búin að ákveða að hafa þetta, og ef eitthvað er þá er krafan sú að við göngum jafnvel lengra á þessari braut.Meðvituð stefna Þetta er nefnilega algjörlega meðvitað val, og það endurspeglast fullkomlega í allri opinberri umræðu—að þegar valið stendur um það hvort gera eigi hlutina vel eða ódýrt, þá verður ódýrt alltaf fyrir valinu. Flesta hryllir við því að þekkja aðbúnað starfsmannanna sem framleiða tvö þúsund króna stuttermabolina fyrir alþjóðlegar fatakeðjur—en það er bara of góður díll til að sleppa honum. Þótt við vitum að það taki eina manneskju meira en heilan dag að prjóna góða peysu, þá veljum við að trúa því að hægt sé að selja sambærilega vöru á níu þúsund krónur út úr búð. Það er líka meðvituð þróun í samfélaginu sem hefur leitt til þess að byggingaframkvæmdir á Íslandi eru ómögulegar nema með aðkomu vinnuafls frá útlöndum. Hún felst í ofuráherslu á bóklegan lærdóm fyrir langstærstan hluta þjóðarinnar á meðan við höfum leyft risastórum gloppum að myndast í þeirri þekkingu og verkviti sem þarf til þess að byggja upp og viðhalda grundvallariðnviðum samfélagsins. Og það er líka meðvituð þróun að sú freisting er nánast ómótstæðileg fyrir framkvæmdaaðila að notast við starfsmannaleigur til þess að ná niður kostnaði. Er það ekki háværasta krafan út um allt í dag að tryggja þurfi fólki aðgang að ódýru húsnæði? Hvernig á að byggja þetta ódýra húsnæði, ef það er ekki til fólk sem kann að byggja það? Og hvernig á það að vera ódýrt ef það á að vera hægt að borga fólki mannsæmandi laun?Falinn kostnaður Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Á meðan við veljum alltaf ódýrasta matinn, ódýrustu flíkurnar og viljum ódýrara húsnæði—þá geta framleiðendur ekki annað en svarað þeim kröfum. Það er ekki fyrr en fólk er tilbúið til þess að færa einhverjar fórnir og velja öðruvísi—með því að borga hærra verð, sinna sjálft erfiðari vinnu eða sætta sig við minni eða öðruvísi neyslu—sem hneykslunin yfir meðferðinni á erlendum starfsmönnum fer að verða raunverulega trúverðug. Þegar hlutir eru grunsamlega ódýrir, þá er það oftast vegna þess að einhver annar ber kostnaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Hún er ekki falleg myndin sem dregin hefur verið upp í fréttaskýringarþættinum Kveikur af aðbúnaði og vinnuaðstöðu útlendinga sem hingað hafa komið í gegnum svokallaðar starfsmannaleigur. Það er skiljanlegt að margir hneykslist mjög á græðgi og siðleysi þeirra sem byggja rekstur sinn á því að nýta sér þetta vinnuafl. Sögurnar eru heldur ekki fallegar. Það er ekki nóg með að fólki séu borguð algjör lágmarkslaun heldur virðast sumar starfsmannaleigur og sumir verktakar færa sér það í ítrustu nyt að starfsmennirnir eru algjörlega utangátta í íslensku samfélagi, kunna hvorki hver er réttur þeirra eða hvernig á að leita hans—og eiga óhægt með að komast aftur heim jafnvel þótt þeim misbjóði hvernig komið er fram við þá. Starfsmennirnir eru sagðir borga himinháa leigu fyrir að hafa aðgang að litlum beddum í óhrjálegum kytrum, þurfa að troða sér í þröng bílsæti á leið til vinnu og þurfa svo jafnvel að ganga örna sinna ofan í húsgrunna. Ef gerð væri skoðanakönnun í dag er líklegt að samstaða þjóðarinnar væri næstum algjör um að þessar aðstæður erlends verkafólks séu ólíðandi. Það hefur heldur ekki staðið á fordæmingum úr öllum áttum. Þingmenn og ráðherrar, fræðingar, forstjórar og verkalýðsleiðtogar—„aðilar vinnumarkaðarins“—allir eru sammála um að þessa þjóðarskömm verði umsvifalaust að uppræta. En þarf þetta að koma á óvart?Hvaðan kemur þetta fólk? Út um alla borg og víða um land má sjá byggingarkrana og stillansa og þar í kring eru tugir verkamanna, klæddir eftir veðri, að keppast við að klára þetta og hitt hótelið, íbúðabygginguna eða verslunarhúsnæðið. Og út um allt land bölvar fólk því hversu erfitt er að fá iðnaðarmenn til þess að flísaleggja, draga rafmagn, mála og slá upp garðhúsum. Og hvert sem litið er eru hótel og gistiheimili og matsölustaðir og sjoppur þar sem starfsmennirnir standa tólf tíma vaktir við fremur óspennandi og einhæfar aðstæður, gegn lágum launum. Hvaðan kemur þetta fólk sem er tilbúið til þess að manna vaktirnar, þrífa herbergin, vaska upp og bera morgunmatinn á borð? Kemur það úr Háskóla Íslands? Sennilega ekki. Á sama tíma og þessi veruleiki blasir við, þá berast fréttir af því að launakjör opinberra starfsmanna séu nú að jafnaði umtalsvert betri heldur en þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum. Ekki nóg með að starfsöryggið sé nánast pottþétt, heldur eru launin hærri líka. Og þrátt fyrir þessa stöðu heyrist sú krafa frá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum að skólaganga sé ekki metin nægilega hátt til launa á Íslandi. Krafan er sú að launamunurinn á þeim sem stendur í slyddu uppi á þaki og þeim sem nýtur skjólsins sé meiri—ekki minni. En svona erum við búin að ákveða að hafa þetta, og ef eitthvað er þá er krafan sú að við göngum jafnvel lengra á þessari braut.Meðvituð stefna Þetta er nefnilega algjörlega meðvitað val, og það endurspeglast fullkomlega í allri opinberri umræðu—að þegar valið stendur um það hvort gera eigi hlutina vel eða ódýrt, þá verður ódýrt alltaf fyrir valinu. Flesta hryllir við því að þekkja aðbúnað starfsmannanna sem framleiða tvö þúsund króna stuttermabolina fyrir alþjóðlegar fatakeðjur—en það er bara of góður díll til að sleppa honum. Þótt við vitum að það taki eina manneskju meira en heilan dag að prjóna góða peysu, þá veljum við að trúa því að hægt sé að selja sambærilega vöru á níu þúsund krónur út úr búð. Það er líka meðvituð þróun í samfélaginu sem hefur leitt til þess að byggingaframkvæmdir á Íslandi eru ómögulegar nema með aðkomu vinnuafls frá útlöndum. Hún felst í ofuráherslu á bóklegan lærdóm fyrir langstærstan hluta þjóðarinnar á meðan við höfum leyft risastórum gloppum að myndast í þeirri þekkingu og verkviti sem þarf til þess að byggja upp og viðhalda grundvallariðnviðum samfélagsins. Og það er líka meðvituð þróun að sú freisting er nánast ómótstæðileg fyrir framkvæmdaaðila að notast við starfsmannaleigur til þess að ná niður kostnaði. Er það ekki háværasta krafan út um allt í dag að tryggja þurfi fólki aðgang að ódýru húsnæði? Hvernig á að byggja þetta ódýra húsnæði, ef það er ekki til fólk sem kann að byggja það? Og hvernig á það að vera ódýrt ef það á að vera hægt að borga fólki mannsæmandi laun?Falinn kostnaður Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Á meðan við veljum alltaf ódýrasta matinn, ódýrustu flíkurnar og viljum ódýrara húsnæði—þá geta framleiðendur ekki annað en svarað þeim kröfum. Það er ekki fyrr en fólk er tilbúið til þess að færa einhverjar fórnir og velja öðruvísi—með því að borga hærra verð, sinna sjálft erfiðari vinnu eða sætta sig við minni eða öðruvísi neyslu—sem hneykslunin yfir meðferðinni á erlendum starfsmönnum fer að verða raunverulega trúverðug. Þegar hlutir eru grunsamlega ódýrir, þá er það oftast vegna þess að einhver annar ber kostnaðinn.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun