Eyþór segir Viðreisnarfólk og Pírata þjakaða af ákvarðanafælni Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2018 14:24 Eyþór skilur ekkert í þeim í Viðreisn né Pírötum, segir þeim fyrirmunað að taka afstöðu. frettablaðið/ernir Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira