Kínverjar úti að aka í umferðinni Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2018 12:30 Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna. SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON Sé litið til þjóðerna þeirra sem slasast í umferðaslysum á Íslandi eru Kínverjar þar á toppi lista. Í fyrra slösuðust 39 ferðamenn frá Kína, árið 2016 voru þeir 35 og árið 2015 36 talsins. Þá verður stökkbreyting því á árunum þar á undan eru þeir fremur fáir. Einungis 3 árið 2014. Þetta tengist augljóslega því að árið 2014 hófst mikil landkynning sem snérist um ferðamennsku á Íslandi allt árið. Þó þjóðhagslega hafi þetta verið jákvætt liggur fyrir að í ýmsu hafa Íslendingar verið vanbúnir til að mæta áskorunum sem fylgdu þessum aukna ferðamannastraumi og á það ekki síst við um umferðarmál. Vísir hefur áður fjallað um umferðartengdan vanda sem snýr að kínverskum ökumönnum. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. Reynsluleysi, utanbókarlærdómur og allt aðrar aðstæður eru helstu áhrifavaldarnir að mati þeirra sem þekkja til. Og nokkur atvikanna hafa ratað í fréttir, eins og það í fyrra þegar fjórar kínverskar stúlkur óku út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi eftir að hafa fylgt Google Maps í blindni án tillits til þess sem við blasti.SamgöngustofaInn á ritstjórn Vísis hafa borist reglulega sögur af kínverskum ökumönnum sem efnislega eru á einn veg; í ábendingunum er staðhæft að þeir kunni ekki að keyra. Blaðamaður Vísis varð vitni að sérkennilegu atviki á Skólavörðustíg um síðustu helgi þar sem kínverskur ökumaður vildi leggja bíl sínum í stæði og ók mjög ákveðið utan í bíl sem var í stæðinu fyrir ofan það sem hinn kínverski ökumaður vildi í með bílaleigubíl sinn. Áður var algerlega fyrirliggjandi á aksturslaginu að hann vissi lítið hvað hann var að gera í umferðinni.Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli árið 2017 eftir þjóðernum. Gráa súlan sýnir ferðamannafjöldann árið 2016 til samanburðar.FerðamálastofaFlestir sem slasast í umferðinni eru Kínverjar Vísir leitaði til Þórhildar Elínardóttur hjá Samgöngustofu fyrr í vikunni til að leita svara við því hvort tölur styddu þessar frásagnir. Hún tók saman tvö gröf sem hún sendi Vísi; annars vegar af rauntölum sem snúa að fjölda slasaðra ferðamanna eftir þjóðernum og hins vegar hlutfallslega. Fyrir áhugamenn um umferðina getur reynst athyglisvert að skoða þessar myndir sem sjá má hér neðar. En, rétt að geta þess að þær snúa að þeim sem slasast í umferðinni, ekki er um minniháttar óhöpp að ræða. Athygli vekur að þótt Kínverjar hafi oftast allra þjóðerna slasast í umferðinni undanfarin þrjú ár eru Kínverjar í sjötta sæti yfir þær þjóðir sem áttu flesta ferðamenn á Íslandi í fyrra. 86 þúsund Kínverjar fóru frá Keflavíkurflugvelli í fyrra en fjölmennastir eru Bandaríkjamenn, 576 þúsund.Samgöngustofa„Kínverjar eru þeir ferðamenn sem lenda í flestum slysum hér á landi, hvort sem skoðaðar eru rauntölur eða hlutfall af fjölda þeirra hérlendis,“ segir Þórhildur og bendir á að nokkuð flókið sé að draga út ökumenn sérstaklega. „Tölfræði horfir til slasaðra einstaklinga hvort sem það eru ökumenn, farþegar eða aðrir vegfarendur.“SamgöngustofaÍ þessu sambandi bendir Þórhildur sérstaklega á að af þeim 39 Kínverjum sem slösuðust í fyrra, þá voru 19 þeirra sem slösuðust í rútuslysi í desembermánuði og þannig fyrirliggjandi að á því gátu þeir ekki átt sök eða umdeilanleg ökuhæfni þeirra. En, er ástæða til að skoða betur ökuréttindi kínverskra ökumanna, hvort sömu kröfur séu gerðar til ökumanna frá Kína en annarra landa? Þórhildur segir að þessi spurning hafi verið rædd, að sjálfsögðu. „Eins og aðrar hugmyndir um það sem hægt er að gera til að fækka slysum. Við höfum hins vegar ekki haft spurnir af neinum Evrópuþjóðum sem hafa takmarkað gild ökuréttindi einstakra þjóða og í raun höfum við ekki fundið nægilegan rökstuðning fyrir slíku. Ekki frekar en að við sæjum rökin fyrir því að gilt ökupróf frá Patreksfirði (eða öðrum þorpum á Íslandi þar sem ekki gildir miðborgarumferð) væri dregið í efa í öðrum þjóðríkjum.“Ekkert lakari kröfur gerðar um kínverskt ökunám Í ábendingum sem hafa borist Vísi hafa menn talið það skjóta skökku við að stöðugt auknari kröfur eru gerðar til þeirra sem hér búa hvað varðar ökupróf og ökuréttindi en svo virðist sem ökuhæfni kínverskra ökumanna geti reynst afar takmörkuð?Þórhildur segir ekkert liggja fyrir staðfest þess efnis að minni kröfur séu gerðar vegna ökuréttinda kínverskra ökumanna.visir/vilhelm„Þær heimildir sem við höfum um kínverskt ökunám og próf benda ekki til að þar séu gerðar lakari kröfur en hérlendis. Hins vegar er töluvert um að erlendis gestir á borð við Kínverja hafi ekki nýtt ökuréttindi sín með sama hætti og við hér erum vön, heldur er fólk sem er vant að aka bílum í umferðarhnútum stórborga eða jafnvel nota frekar almenningssamgöngur,“ segir Þórhildur. Hún segir það rétt að ýmsar þjóðsögur séu í gangi um að kínverskir ökumenn taki ökupróf í hermi, að ökuréttindi sem þar eru gefin út gildi jafnvel ekki í Kína og svo framvegis en ekkert liggi hins vegar staðfest fyrir um neitt slíkt.En, er hugsanlegt að hagsmunir þeirra sem leigja bíla aftri því að reglur um ökuskírteini erlendra ökumanna eru hertar og/eða að þeim sé framfylgt? „Hagsmunir þeirra sem leigja bíl eru augljóslega þeir að ökutækið og viðskiptavinir þeirra komi heilir til baka. Samgöngustofu er ekki kunnugt um að bílleigur hafi unnið að öðru en að tryggja öryggi.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar kínverskra ferðamanna á vegum úti: „Við erum fíflin, ekki þeir“ Á síðasta ári voru Kínverjar efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. 6. október 2016 14:30 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Sé litið til þjóðerna þeirra sem slasast í umferðaslysum á Íslandi eru Kínverjar þar á toppi lista. Í fyrra slösuðust 39 ferðamenn frá Kína, árið 2016 voru þeir 35 og árið 2015 36 talsins. Þá verður stökkbreyting því á árunum þar á undan eru þeir fremur fáir. Einungis 3 árið 2014. Þetta tengist augljóslega því að árið 2014 hófst mikil landkynning sem snérist um ferðamennsku á Íslandi allt árið. Þó þjóðhagslega hafi þetta verið jákvætt liggur fyrir að í ýmsu hafa Íslendingar verið vanbúnir til að mæta áskorunum sem fylgdu þessum aukna ferðamannastraumi og á það ekki síst við um umferðarmál. Vísir hefur áður fjallað um umferðartengdan vanda sem snýr að kínverskum ökumönnum. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. Reynsluleysi, utanbókarlærdómur og allt aðrar aðstæður eru helstu áhrifavaldarnir að mati þeirra sem þekkja til. Og nokkur atvikanna hafa ratað í fréttir, eins og það í fyrra þegar fjórar kínverskar stúlkur óku út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi eftir að hafa fylgt Google Maps í blindni án tillits til þess sem við blasti.SamgöngustofaInn á ritstjórn Vísis hafa borist reglulega sögur af kínverskum ökumönnum sem efnislega eru á einn veg; í ábendingunum er staðhæft að þeir kunni ekki að keyra. Blaðamaður Vísis varð vitni að sérkennilegu atviki á Skólavörðustíg um síðustu helgi þar sem kínverskur ökumaður vildi leggja bíl sínum í stæði og ók mjög ákveðið utan í bíl sem var í stæðinu fyrir ofan það sem hinn kínverski ökumaður vildi í með bílaleigubíl sinn. Áður var algerlega fyrirliggjandi á aksturslaginu að hann vissi lítið hvað hann var að gera í umferðinni.Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli árið 2017 eftir þjóðernum. Gráa súlan sýnir ferðamannafjöldann árið 2016 til samanburðar.FerðamálastofaFlestir sem slasast í umferðinni eru Kínverjar Vísir leitaði til Þórhildar Elínardóttur hjá Samgöngustofu fyrr í vikunni til að leita svara við því hvort tölur styddu þessar frásagnir. Hún tók saman tvö gröf sem hún sendi Vísi; annars vegar af rauntölum sem snúa að fjölda slasaðra ferðamanna eftir þjóðernum og hins vegar hlutfallslega. Fyrir áhugamenn um umferðina getur reynst athyglisvert að skoða þessar myndir sem sjá má hér neðar. En, rétt að geta þess að þær snúa að þeim sem slasast í umferðinni, ekki er um minniháttar óhöpp að ræða. Athygli vekur að þótt Kínverjar hafi oftast allra þjóðerna slasast í umferðinni undanfarin þrjú ár eru Kínverjar í sjötta sæti yfir þær þjóðir sem áttu flesta ferðamenn á Íslandi í fyrra. 86 þúsund Kínverjar fóru frá Keflavíkurflugvelli í fyrra en fjölmennastir eru Bandaríkjamenn, 576 þúsund.Samgöngustofa„Kínverjar eru þeir ferðamenn sem lenda í flestum slysum hér á landi, hvort sem skoðaðar eru rauntölur eða hlutfall af fjölda þeirra hérlendis,“ segir Þórhildur og bendir á að nokkuð flókið sé að draga út ökumenn sérstaklega. „Tölfræði horfir til slasaðra einstaklinga hvort sem það eru ökumenn, farþegar eða aðrir vegfarendur.“SamgöngustofaÍ þessu sambandi bendir Þórhildur sérstaklega á að af þeim 39 Kínverjum sem slösuðust í fyrra, þá voru 19 þeirra sem slösuðust í rútuslysi í desembermánuði og þannig fyrirliggjandi að á því gátu þeir ekki átt sök eða umdeilanleg ökuhæfni þeirra. En, er ástæða til að skoða betur ökuréttindi kínverskra ökumanna, hvort sömu kröfur séu gerðar til ökumanna frá Kína en annarra landa? Þórhildur segir að þessi spurning hafi verið rædd, að sjálfsögðu. „Eins og aðrar hugmyndir um það sem hægt er að gera til að fækka slysum. Við höfum hins vegar ekki haft spurnir af neinum Evrópuþjóðum sem hafa takmarkað gild ökuréttindi einstakra þjóða og í raun höfum við ekki fundið nægilegan rökstuðning fyrir slíku. Ekki frekar en að við sæjum rökin fyrir því að gilt ökupróf frá Patreksfirði (eða öðrum þorpum á Íslandi þar sem ekki gildir miðborgarumferð) væri dregið í efa í öðrum þjóðríkjum.“Ekkert lakari kröfur gerðar um kínverskt ökunám Í ábendingum sem hafa borist Vísi hafa menn talið það skjóta skökku við að stöðugt auknari kröfur eru gerðar til þeirra sem hér búa hvað varðar ökupróf og ökuréttindi en svo virðist sem ökuhæfni kínverskra ökumanna geti reynst afar takmörkuð?Þórhildur segir ekkert liggja fyrir staðfest þess efnis að minni kröfur séu gerðar vegna ökuréttinda kínverskra ökumanna.visir/vilhelm„Þær heimildir sem við höfum um kínverskt ökunám og próf benda ekki til að þar séu gerðar lakari kröfur en hérlendis. Hins vegar er töluvert um að erlendis gestir á borð við Kínverja hafi ekki nýtt ökuréttindi sín með sama hætti og við hér erum vön, heldur er fólk sem er vant að aka bílum í umferðarhnútum stórborga eða jafnvel nota frekar almenningssamgöngur,“ segir Þórhildur. Hún segir það rétt að ýmsar þjóðsögur séu í gangi um að kínverskir ökumenn taki ökupróf í hermi, að ökuréttindi sem þar eru gefin út gildi jafnvel ekki í Kína og svo framvegis en ekkert liggi hins vegar staðfest fyrir um neitt slíkt.En, er hugsanlegt að hagsmunir þeirra sem leigja bíla aftri því að reglur um ökuskírteini erlendra ökumanna eru hertar og/eða að þeim sé framfylgt? „Hagsmunir þeirra sem leigja bíl eru augljóslega þeir að ökutækið og viðskiptavinir þeirra komi heilir til baka. Samgöngustofu er ekki kunnugt um að bílleigur hafi unnið að öðru en að tryggja öryggi.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Erfiðleikar kínverskra ferðamanna á vegum úti: „Við erum fíflin, ekki þeir“ Á síðasta ári voru Kínverjar efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. 6. október 2016 14:30 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Erfiðleikar kínverskra ferðamanna á vegum úti: „Við erum fíflin, ekki þeir“ Á síðasta ári voru Kínverjar efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Vandræði kínverskra ferðamanna á vegum úti í fjarlægum löndum eru vel þekkt. 6. október 2016 14:30
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17