Fjárlagafrumvarpið brást eldri borgurum! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:00 Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar biðu með nokkurri eftirvæntingu eftir að sjá fjárlagafrumvarpið fyrir 2019 til þess að sjá hvað hækka ætti lífeyri þeirra frá almannatryggingum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hækkunin er aðeins 3,4% og tekur ekki gildi fyrr en um næstu áramót. Þetta er alger hungurlús. Þetta þýðir, að lífeyrir eftir skatt muni hækka um rúmlega 6.000 kr. á mánuði eða úr 243 þúsund kr. mánuði eftir skatt í 249 þúsund eftir skatt hjá einstaklingum. Þetta er fyrsta hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja, sem ríkisstjórn Katrínar getur eignað sér. Fram til þessa hefur lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ekki hækkað um eina krónu fyrir frumkvæði ríkisstjórnar Katrínar. Þó var sérstök beiðni send til Katrínar strax í byrjun ársins um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum vegna þess að þessi lífeyrir dygði ekki til framfærslu. Það hefði verið eðlilegt að Katrín Jakobsdóttir hefði brugðist við strax af tveimur ástæðum: 1) vegna þess, að að í stefnu VG fyrir síðustu kosningar sagði, að bæta þyrfti kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri 2) Katrín sagði á síðasta ári, þegar hún var í stjórnarandstöðu, að réttlætinu yrði ekki frestað. En því miður. Katrín hefur brugðist eldri borgurum; Katrín hefur brugðist öryrkjum. Hún hefur frestað réttlætinu. Þurfa 318 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; lágmark Starfandi er á vegum ríkisstjórnarinnar starfshópur, sem á að fjalla um afkomu þeirra, sem verst eru staddir og þar á meðal eldri borgara hækkun. Mér kæmi ekki á óvart þó sá starfshópur mundi ákveða öldruðum aðra álíka hungurlús, t.d. önnur 3,4% í hækkun. En það dugar ekki. Það á að mínu mati að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum það mikið, að það dugi til mannsæmandi lífs. Það á að duga til þess að eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Og það á að duga til þess að aldraðir geti tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir þurfa að geta keypt og rekið tölvu. Þeir þurfa helst að geta átt bíl og rekið hann. Og þeir þurfa að eiga fyrir afþreyingu, geta farið í leikhús og á tónleika, ferðast innanlands og geta gefið barnabörnum sínum gjafir. Ég tel ekki upp það nauðsynlegasta eins og mat, fæði og húsnæði, það er svo sjálfsagt. En ég tel, að sem lágmark til þess að ná framangreindu markmiði og uppfylla það sem ég taldi upp þurfi einstaklingur 318 þúsund á mánuði eftir skatt. Það þýðir 420 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það sem ég hef hér rætt um á fyrst og fremst við um þá lægst launuðu, þ.e. þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. En þeir, sem hafa lítinn lífeyrissjóð til viðbótar t.d. 50-100 þúsund úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Þeir verða að sæta það mikilli skerðingu auk skatta. Í grófum dráttum getur skerðing verið það mikil í þessum tilvikum, að það jafngildi því að ríkið hrifsi 30-50% af þessum lífeyri. Gróf skerðing hjá eldri borgara Margir eldri borgarar, sem ég hef samband við hafa nefnt mér dæmi um skerðingar, sem þeir sæta: Dæmi: Eldri borgari er 73ja ára. Fær kr. 152 þús. á mánuði fyrir skatt úr lífeyrissjóði og frá TR 182.334 kr. fyrir skatt, eða samtals 334.334 kr. fyrir skatt og eftir skatt eru þetta 264.726 kr. Ef þessi eldri borgari hefði ekkert fengið úr lífeyrissjóði og aldrei greitt í hann þá væru tekjurnar þessar: Frá TR 239.484 kr. á mánuði fyrir skatta. Eftir skatta væri upphæðin 204.914 kr. Vegna greiðslu frá lífeyrissjóði að fjárhæð 152 þúsund kr. á mánuði skerðist lífeyrir þessa eldri borgara frá almannatryggingum um 57.150 kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta þýðir, að mismunur á greiðslum til hans og manns sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð eru kr. 59.182 eftir skatt. Eldri borgarinn, sem ég hef hér fjallað um, fær 264.726 kr. eftir skatt samanlagt frá TR og lífeyrissjóði. Þetta er óásættanlegt. Þessi skerðing hjá eldri borgara, sem greitt hefur í lífeyrissjóð alla sína starfsævi er alls óeðlileg. Það verður að afnema slíka skerðingu; það verður að afnema alla tekjutengingu vegna lífeyrissjóða. Hún gengur í berhögg við það, sem lagt var upp með: Að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Við það verður að standa. Annað eru svik.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar