Föllum ekki í hræðsluáróðursgryfjuna Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun