Fyrir fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það má hafa nokkurn skilning á því að verkalýðsleiðtogar láti sér ekki segjast þótt þeim sé margsagt að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Eins og landsmenn allir hafa þeir heyrt þessi orð sögð árum og áratugum saman í hvert sinn sem kemur að kjarasamningum. Kauphækkanir nást svo fram, mismiklar að vísu en allmiklar á síðustu árum. Þær miklu launahækkanir hafa ekki sett þjóðarbúið á hausinn, eins og varað var við. Ekkert reyndist því að marka þau háværu varnaðarorð sem þá heyrðust. Einu sinni enn segja forsvarsmenn atvinnulífsins að lítið sé til skiptanna. Verkalýðsleiðtogarnir taka ekkert mark á því og neita að viðurkenna að launahækkanir liðinna ára hafi verið svo umtalsverðar að ekki sé hægt að endurtaka þær án þess að illa fari. Það blasir þó við að aðstæður eru ekki jafn góðar og þær voru fyrir örfáum árum, það má greina niðursveiflu í þjóðfélaginu og ástæða er til að fara varlega. Miklar launahækkanir geta auðveldlega leitt til þess að vextir muni hækka, verðbólga fara á skrið og fyrirtæki, sem þola ekki aukinn launakostnað, munu þá vitanlega grípa til uppsagna. Ekki er þetta frýnileg mynd, enda afneitar verkalýðsforystan henni kröftuglega. Hún segir að ekkert þessu líkt muni gerast. Má ekki vera að hún sé þar í vissri afneitun? Fari hlutir illa í kjölfar komandi kjarasamninga og launahækkanir hins venjulega Íslendings verði étnar upp á svipstundu vegna hærri vaxta og verðbólgu þá er verkalýðshreyfingin ekki í sérlega góðum málum. Þá hefur hún brugðist fólkinu í landinu, vaðið áfram með óhóflegar og óraunsæjar kröfur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Vill verkalýðshreyfingin kalla yfir sig það hlutskipti að hafa verið þeim verst sem hún unni mest? Varla. Menn mega ekki vera svo blindir á eigin málstað að þeir sjái í forsvarsmönnum atvinnulífsins holdgervinga hins gráðuga kapítalisma, menn sem standi nákvæmlega á sama um kjör venjulegs fólks. Forsvarsmenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar verða að geta unnið saman og talast við af heilindum, án þess að grípa til skætings. Báðir hópar eru að vinna fyrir fólkið í landinu og hafa skyldum að gegna við það. Samtök atvinnurekenda sendu á dögunum viðsemjendum sínum bréf þar sem meðal annars kom fram að miklar launahækkanir myndu draga úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þar var einnig lögð áhersla á að auka þyrfti framboð á húsnæði fyrir tekjulága hópa. Óskað var eftir formlegum viðræðum um ýmis efnisatriði bréfsins, sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, sagði vera útrétta sáttarhönd til verkalýðshreyfingarinnar. Ekki vakti þessi sending mikla lukku hjá verkalýðsforystunni en formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, afgreiddi bréfið með þeim orðum að engin ástæða væri til viðræðna ef ekkert væri til skiptanna. Verkalýðsforinginn herskái hefur talað um skæruverkföll sem lausn til að knésetja atvinnurekendur, leið sem ekki verður séð að almenningur þrái. Æsingur leysir engan vanda, eykur einungis á hann. Enginn ætlast til að hjörtu fulltrúa atvinnulífs og verkalýðshreyfingar slái fullkomlega í takt, en á báðum stöðum þarf að hafa hagsmuni fólksins að leiðarljósi. Varla er það til of mikils mælst.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun